Það var enginn Cristiano Ronaldo í liði Juventus gegn Dynamo Kiev í Meistaradeildinni í kvöld. Tveimur fyrstu leikjunum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er lokið þetta tímabilið.
Juventus fór til Úkraínu og var Ronaldo ekki með þar sem hann var greindur með kórónuveiruna í síðustu viku.
Spánverjinn Alvaro Morata, sem gekk nýverið í raðir Juventus á nýjan leik frá Atletico Madrid, skoraði bæði mörk Ítalíumeistarana í seinni hálfleik. Lokatölur 2-0.
Í hinum leiknum sem var að klárast vann Club Brugge frábæran sigur á Zenit í Rússlandi. Sigurinn var dramatískur.
F-riðill
Zenit 1 - 2 Club Brugge
0-1 Emmanuel Dennis ('63 )
1-1 Ethan Horvath ('74 , sjálfsmark)
1-2 Charles De Ketelaere ('90 )
G-riðill
Dynamo K. 0 - 2 Juventus
0-1 Alvaro Morata ('46 )
0-2 Alvaro Morata ('84 )
Klukkan 19:00 hefjast hinir sex leikir dagsins í Meistaradeildinni. Hægt er að skoða byrjunarliðin hérna.
Athugasemdir