Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. október 2025 18:08
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið West Ham og Brentford: Nuno gerir fimm breytingar
Ouattara aftur í byrjunarliðið
Scarles byrjar í varnarlínunni hjá West Ham.
Scarles byrjar í varnarlínunni hjá West Ham.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United tekur á móti Brentford í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta er síðasti leikurinn í áttundu umferð deildartímabilsins.

Hamrarnir eiga aðeins fjögur stig eftir herfilega byrjun á nýju tímabili, þremur stigum minna heldur en Brentford. Þetta gæti því reynst mikilvægur slagur í fallbaráttunni.

Nuno Espírito Santo er að stýra West Ham í þriðja sinn eftir ráðningu og gerir hann fimm breytingar frá 2-0 tapi gegn Arsenal fyrir landsleikjahléð.

Jean-Clair Todibo, Kyle Walker-Peters og hinn 19 ára Oliver 'Ollie' Scarles koma inn í varnarlínuna á meðan Tomas Soucek og Andy Irving fara á miðjuna. Soucek er aftur orðinn liðtækur eftir þriggja leikja bann.

Keith Andrews gerir aðeins eina breytingu á byrjunarliðinu sem tapaði 1-0 gegn Manchester City fyrir landsleikjahlé, þar sem Dango Ouattara kemur inn fyrir Aaron Hickey sem er meiddur.

Ouattara skoraði í sínum fyrsta leik eftir að hafa verið keyptur til Brentford fyrir metfé í sumar en hefur hvorki skorað né lagt upp síðan.

Hákon Rafn Valdimarsson er á sínum stað á varamannabekknum hjá Brentford.

West Ham: Areola, Scarles, Kilman, Todibo, Walker-Peters, Soucek, Irving, Summerville, Fernandes, Paqueta, Bowen.
Varamenn: Hermansen, Malick Diouf, Mavropanos, Magassa, Wan-Bissaka, Rodriguez, Potts, Marshall, Wilson.

Brentford: Kelleher, Yarmoliuk, Van Den Berg, Collins, Ajer, Kayode, Damsgaard, Henderson, Ouattara, Thiago, Schade.
Varamenn: Valdimarsson, Henry, Pinnock, Jensen, Carvalho, Onyeka, Janelt, Nelson, Lewis-Potter.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
8 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner