Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 09:46
Elvar Geir Magnússon
Berglind framlengir við Íslandsmeistarana (Staðfest)
Kvenaboltinn
Berglind er búin að skrifa undir.
Berglind er búin að skrifa undir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur framlengt samning sinn við Íslands- og bikarmeistara Breiðabliks.

Berglind kom til Breiðabliks fyrir síðasta tímabil og átti frábæra endurkomu í grænu treyjunni. Liðið landaði báðum stóru titlunum og Berglind var markahæsti leikmaður Íslandsmótsins með 23 mörk.

Markafjöldi Berglindar gerði það að verkum, að hún er nú orðin markahæsti leikmaðurinn í sögu kvennaliðs Breiðabliks, með 202 mörk.

„Við vonumst eftir enn fleiri mörkum frá Berglindi á komandi ári. Til hamingju með samninginn, Berglind Björg," segir í yfirlýsingu Breiðabliks.


Athugasemdir
banner
banner