Norska liðið Brann er með sjö stig í Evrópudeildinni og í umspilssæti þegar deildarkeppnin er hálfnuð. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn ítalska liðinu Bologna á útivelli í gær.
Þrátt fyrir að hafa spilað einum fleiri frá 23. mínútu var Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, ánægður með úrslitin.
Þrátt fyrir að hafa spilað einum fleiri frá 23. mínútu var Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, ánægður með úrslitin.
„Þetta er erfiður leikvangur að heimsækja og í hreinskilni sagt er Bologna með mun sterkara lið en Brann. Leikjaálagið hefur verið mikið og við erum stoltir af úrslitunum. Við spiluðum mjög vel, ef einhver sérfræðingur er á öðru máli þá er ég ósammála honum," sagði Freyr eftir leikinn.
„Andrúmsloftið á vellinum var magnað, ég er hrifinn af flugeldum og þetta var sú upplifun sem við vildum."
Markvörðurinn Matias Dyngeland í Brann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir slaka frammistöðu að undanförnu en Freyr hrósaði honum eftir þennan leik.
„Markvörðurinn okkar svaraði gagnrýninni á réttan hátt. Hann hefur gert mistök í undanförnum leikjum en átti mjög góðan leik, taktískt spilaði hann einnig vel. Að mínu mati var þetta frammistaða upp á 9 frá honum."
Athugasemdir



