Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
   fös 07. nóvember 2025 10:08
Elvar Geir Magnússon
Freysi elskaði andrúmsloftið í Bologna og hrósaði markverði sínum sérstaklega
Freysi á hliðarlínunni í gær.
Freysi á hliðarlínunni í gær.
Mynd: EPA
Norska liðið Brann er með sjö stig í Evrópudeildinni og í umspilssæti þegar deildarkeppnin er hálfnuð. Liðið gerði markalaust jafntefli gegn ítalska liðinu Bologna á útivelli í gær.

Þrátt fyrir að hafa spilað einum fleiri frá 23. mínútu var Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, ánægður með úrslitin.

„Þetta er erfiður leikvangur að heimsækja og í hreinskilni sagt er Bologna með mun sterkara lið en Brann. Leikjaálagið hefur verið mikið og við erum stoltir af úrslitunum. Við spiluðum mjög vel, ef einhver sérfræðingur er á öðru máli þá er ég ósammála honum," sagði Freyr eftir leikinn.

„Andrúmsloftið á vellinum var magnað, ég er hrifinn af flugeldum og þetta var sú upplifun sem við vildum."

Markvörðurinn Matias Dyngeland í Brann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir slaka frammistöðu að undanförnu en Freyr hrósaði honum eftir þennan leik.

„Markvörðurinn okkar svaraði gagnrýninni á réttan hátt. Hann hefur gert mistök í undanförnum leikjum en átti mjög góðan leik, taktískt spilaði hann einnig vel. Að mínu mati var þetta frammistaða upp á 9 frá honum."
Athugasemdir
banner
banner