Tobias Thomsen fer líklega aftur til Danmerkur þegar samningur hans við Breiðablik rennur út eftir tímabilið. Sóknarmaðurinn er 33 ára og hefur skorað tíu mörk í Bestu deildinni í sumar.
„Hugur minn leitar aftur til Danmerkur. Við fjölskyldan viljum fara þangað aftur en allt getur gest í fótbolta," segir Thomsen við Tipsbladet.
„Hugur minn leitar aftur til Danmerkur. Við fjölskyldan viljum fara þangað aftur en allt getur gest í fótbolta," segir Thomsen við Tipsbladet.
Thomsen segir að það sé talsverður áhugi frá Danmörku og að hann vilji að minnsta kosti spila í B-deildinni. Thomsen er fyrrum leikmaður Hvidovre og þar spilaði hann vel.
„Ég er að verða 34 ára svo ef ég bíð í eitt ár í viðbót með að snúa aftur í danska boltann þá gæti það verið of seint. Þess vegna vil ég snúa til baka núna."
Athugasemdir