Cremonese 1 - 1 Udinese
1-0 Filippo Terracciano ('4 )
1-1 Nicolo Zaniolo ('51 )
1-0 Filippo Terracciano ('4 )
1-1 Nicolo Zaniolo ('51 )
Nýliðar Cremonese tóku á móti Udinese í lokaleik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans og náðu þeir forystunni snemma leiks þegar Filippo Terracciano skoraði með skalla eftir aukaspyrnu frá Jair Vandeputte.
Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til að tvöfalda forystuna, en tókst ekki.
Leikurinn jafnaðist út í síðari hálfleik og jafnaði Nicoló Zaniolo, fyrrum leikmaður Aston Villa, metin snemma. Hann stangaði fyrirgjöf frá Alessandro Zanoli í netið.
Það var lítið að frétta í síðari hálfleiknum svo lokatölur urðu 1-1. Zaniolo skoraði með einu marktilraun Udinese sem hæfði rammann í leiknum til að bjarga stigi.
Bæði lið eru um miðja deild, Cremonese með 10 stig eftir 7 umferðir og Udinese 9 stig.
Athugasemdir