Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sakaði Vinicius Junior um leikaraskap
Mynd: EPA
Jose Bordalas, stjóri Getafe, sakaði Vinicius Junior, leikmann Real Madrid, um leikaraskap í leik liðanna í gær.

Allan Nyom fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Vinicius þegar tæpur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma.

„Vinicius snerti andlitið á sér og þóttist hafa verið brotið á sérr. Fyrir mér er þetta ekki rautt spjald, í mesta lagi gult. Þeir útskýrðu þetta ekki því VAR skarst ekki inn í leikinn. Þeir töldu að þetta væri rautt svo þeir þurftu ekki að sjá þetta," sagði Bordalas

Nyom var búinn að vera inn á í tæplega mínútu þegar hann var rekinn af velli. Hann kom inn á fyrir Kiko Femenia.

„Þetta hófst allt á því að Kiko fékk gult spjald fyrir brot á Vinicius sem var ekki einu sinni brot svo ég þurfti að gera skiptingu," sagði Bordalas.

„Ég er ekki að dæma en það voru svipuð brot í fyrri hálfleik og ekki einu sinni dæmd spjöld."

Allan Nyom straight red card within 1 minute after coming on as a sub
byu/977x insoccer

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 9 5 2 2 16 10 +6 17
4 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
5 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
6 Espanyol 9 4 3 2 13 11 +2 15
7 Elche 9 3 5 1 11 9 +2 14
8 Athletic 9 4 2 3 9 9 0 14
9 Sevilla 9 4 1 4 16 14 +2 13
10 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
11 Alaves 8 3 2 3 9 8 +1 11
12 Getafe 9 3 2 4 9 12 -3 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
15 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
16 Valencia 8 2 2 4 10 14 -4 8
17 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
18 Real Sociedad 9 1 3 5 8 13 -5 6
19 Girona 9 1 3 5 6 19 -13 6
20 Oviedo 9 2 0 7 4 16 -12 6
Athugasemdir
banner