Al Bayt leikvangurinn
Í dag fer opnunarleikur HM fram þegar gestgjafar Katar taka á móti Ekvador á Al Bayt leikvangnum. Fótbolti.net ætlar að skoða leikvanga mótsins í nærmynd og vel við hæfi að hefja leik á tjaldinu í eyðimörkinni.
Al Bayt leikvangurinn er hannaður eftir tjöldum innfæddra á Arabíuskaganum og tekur hann 60 þúsund áhorfendur. Sjö af átta leikvöngum HM voru sérstaklega byggðir fyrir mótið og Al Bayt er einn af þeim.
Níu leikir á mótinu verða spilaðir á leikvangnum, þar á meðal opnunarleikurinn og seinni undanúrslitaleikurinn.
Al Bayt leikvangurinn er hannaður eftir tjöldum innfæddra á Arabíuskaganum og tekur hann 60 þúsund áhorfendur. Sjö af átta leikvöngum HM voru sérstaklega byggðir fyrir mótið og Al Bayt er einn af þeim.
Níu leikir á mótinu verða spilaðir á leikvangnum, þar á meðal opnunarleikurinn og seinni undanúrslitaleikurinn.
Völlurinn er með færanlegu þaki auk þess sem hluti vallarins er lúxushótel með herbergi sem hafa útsýni yfir leikvöllinn.
Að HM loknu verður efri hluti stúkunnar fjarlægður og áhorfendaplássið minnkar því um helming. Þess í stað verður hótel- og verslunarrými aukið.
Taktu flugið í skoðunarferð um Al Bayt leikvanginn:
Kynningarmyndband vallarins:
Athugasemdir