banner
   fös 21. janúar 2022 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirmyndin Nadia Nadim útskrifuð sem læknir
Nadim í leik á Kópavogsvelli.
Nadim í leik á Kópavogsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fóboltakonan Nadia Nadim heldur áfram að vera mikil fyrirmynd fyrir alla.

Nadim er leikmaður Racing Louisville FC í Bandaríkjunum og einnig á hún 99 landsleiki fyrir Danmörku. Hún hefur verið ein besta fótboltakona í heimi síðustu árin.

Hún hefur gengið í gegnum margt á ævinni. Hún fæddist í Afganistan. Talíbanar bönnuðu henni að fara í skóla þegar hún var 11 ára gömul og myrtu síðar föður hennar. Móðir hennar hjálpaði henni og fjórum systrum hennar frá Afganistan. Í flóttamannabúðum í Danmörku varð Nadim svo ástfangin af fótbolta.

Það er hins vegar ekki bara á fótboltavellinum, þar sem Nadim gerir það gott. Fyrir nokkrum dögum síðan var hún að klára erfitt nám. Hún er útskrifuð sem læknir. Í viðtali við Guardian í fyrra sagðist hún vera að læra að verða skurðlæknir sem sérhæfir sig í líkamsendurbyggingu (e. reconstructive surgeon). Hún mun þannig til dæmis hjálpa fólki sem lendir í bílslysi eða í sprengingu.

„Ég veit gildi þess að hjálpa fólki þegar það á enga von. Öll sú hjálp sem ég fékk í lífinu gerði mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það getur verið erfitt fyrir fólk sem slasast alvarlega á andliti í sprengingu að vera til. Ég vil hjálpa," sagði Nadim sem er núna útskrifuð.

Ákaflega mikil fyrirmynd - fyrir alla - eins og áður segir.


Athugasemdir
banner
banner