Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
banner
   fös 21. apríl 2023 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þróttur fær framherja sem á unglingalandsleiki fyrir Kanada (Staðfest)
Tanya Boychuk.
Tanya Boychuk.
Mynd: Canada Soccer
Þróttur hefur gengið frá samningi við kanadíska framherjann Tanya Boychuk og mun hún spila með félaginu í sumar.

Hún hefur undanfarin ár spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum með Memphis en hún á einnig leiki með yngri landsliðum Kanada á ferli sínum.

Á heimasíðu kanadíska fótboltasambandsins kemur fram að hún hafi einnig æft fimleika og dýfingar þegar hún var yngri. Hún vann meðal annars til verðlauna í dýfingum.

Núna er hún mætt í íslenska boltann og er komin með leikheimild með Þrótti. Hún gæti komið við sögu þegar Þróttur hefur leik í Íslandsmótinu í næstu viku gegn FH.

Komnar
Ingibjörg Valgeirsdóttir frá KR
Ingunn Haraldsdóttir frá KR
Katie Cousins frá Bandaríkjunum
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir frá KR
Mikenna McManus frá Bandaríkjunum
Sierra Marie Lelii frá ÍH
Ragnheiður Ríkharðsdóttir frá Fylki (var á láni)
Tanya Laryssa Boychuk frá Kanada

Farnar
Andrea Rut Bjarnadóttir í Breiðablik
Danielle Julia Marcano til Tyrklands
Gema Ann Joyce Simon til Ástralíu
Linda Líf Boama í Víking
Lorena Baumann til Portúgals
Murphy Alexandra Agnew til Ástralíu
Athugasemdir
banner