Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 21. maí 2021 15:15
Elvar Geir Magnússon
Klopp ætlar ekki að fylgjast með stöðunni í öðrum leikjum
Mynd: Fótbolti.net
Liverpool vann 7-0 sigur gegn Crystal Palace fyrr á leiktíðinni en liðin mætast aftur í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar. Það má segja að Liverpool sé með málin í sínum höndum í baráttunni um Meistaradeildarsæti.

Allar líkur eru á því að Liverpool innsigli Meistaradeildarsætið með sigri á sunnudag. Til að koma í veg fyrir það þarf Chelsea að vinna Aston Villa og Leicester að vinna stórsigur á Tottenham.

Jurgen Klopp stjóri Liverpool segist ekki ætla að fylgjast með gangi mála í hinum leikjunum þar sem örlögin séu í eigin höndum.

„Ég tel að við þurfum ekki að fylgjast með stöðunni í hinum leikjunum, ekki nema Leicester komist fimm eða sex mörkum yfir. Ég mun ekki fylgjast með öðrum leikjum nema eitthvað mjög furðulegt gerist," segir Klopp.

„Einhver mun láta mig vita ef við þurfum að setja í næsta gír. Markmiðið er að spila það vel svo við þurfum ekkert að hugsa út í hvað önnur lið eru að gera."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner