Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Best í Mjólkurbikarnum: Tvö sterkustu lið landsins mætast
Skoraði aftur úr langskoti með vinstri - „Ég var aldrei að fara að fagna"
Magnús Már: Bara gjörsamlega óboðlegt og óafsakanlegt
Árni Guðna eftir magnaðan sigur: Erum líka bara helvíti góðir
Halli Hróðmars: Kraftaverk að hann geti spilað fótbolta svona snemma - Á þetta mark þvílíkt skilið
Gunnar Heiðar: Getum ekki haldið það að við séum orðnir einhverjir kóngar
„Þá fara allir að segja 'byrjar Chris að væla enn eina ferðina'"
Leiðinlegasti hálfleikur sem hefur verið spilaður - „Fannst við stúta þeim í seinni"
Júlíus Mar um 500 þúsund króna tilboð KR: Maður verður að vera meira virði en það
Úlfur Arnar: Tvö töpuð stig
Halli Guðmunds: Kristján Óli hefur aldrei farið til Eyja nema á Þjóðhátíð
Ungir Víkingar á N1 mótinu trylltust af fögnuði þegar Ari skoraði
Jökull hæstánægður með frammistöðuna eftir dramatískt tap
Ari tryggði Víkingum í bikarúrslit: Ég var aldrei stressaður
Arnar Gunnlaugs: Erum ekki tilbúnir að láta þennan bikar af hendi strax
Hrósar leikmönnum í miklu álagi - „Ætla rétt að vona að þeir skoði það"
Guðni um Andreu Marý: Hún lifir fyrir þetta
Var hrædd um að spila aldrei fótbolta aftur - „Er í pínu sjokki"
Óli Kristjáns: Drullufúlt að sofna á verðinum áður en þú ert búinn að ná landi
Mjög svo efnileg hetja Vals - „Ég vildi fyrst taka stærra skref á Íslandi"
   þri 21. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skorar og leggur upp í hægri bakverði. Frábær varnarlega sem sóknarlega og átti nánast fullkomin leik fyrir hægri bakvörð. Án efa besti maður vallarins í kvöld hann Óli Valur," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá mögnuðum leik Stjörnunnar og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Óli Valur Ómarsson var besti maður vallarins og hann var einnig besti leikmaður 16-liða úrslitanna í bikarnum.

„Mér fannst við spila virkilega vel og við áttum mjög góðan leik allir," sagði Óli Valur við Fótbolta.net í dag. „Það var dálítið pirrandi að fá svona mörg mörk á okkur en það var virkilega gaman samt sem áður að spila í svona skemmtilegum leik."

Óli Valur skoraði bæði og lagði upp í leiknum, og var skiljanlega sáttur með frammistöðu sína.

„Jú, mér fannst ég spila mjög solid. Mér fannst ég standa mig vel varnar- og sóknarlega. Ég myndi halda að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar."

Stjarnan tapaði gegn KR í byrjun tímabilsins í deildinni en það var hiti í bikarleiknum í Garðabænum í síðustu viku. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Óli Valur og Gregg Ryder, þjálfari KR, hefðu látið hvorn annan heyra það.

„Það var smá hiti í honum þarna og ég lét hann aðeins heyra það eftir leik. Ég viðurkenni það," sagði Óli Valur en það var gaman fyrir Stjörnuna að ná fram hefndum gegn KR.

„Alveg klárlega. Við ætluðum að gera betur en seinast og það gekk upp. Það var virkilega sætt."

Óli Valur sneri aftur heim rétt fyrir tímabil eftir að hafa spilað með Sirius í Svíþjóð. „Það er helvíti góð stemning með öllum strákunum. Það er bara geggjað. Mínir bestu vinir eru allir þarna og ég held að það sjáist á vellinum. Það er allt skemmtilegt þarna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner