Juve reynir við Kolo Muani og Zirkzee - Mateta orðaður við Spurs - Fundað um Maguire
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
   þri 21. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skorar og leggur upp í hægri bakverði. Frábær varnarlega sem sóknarlega og átti nánast fullkomin leik fyrir hægri bakvörð. Án efa besti maður vallarins í kvöld hann Óli Valur," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá mögnuðum leik Stjörnunnar og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Óli Valur Ómarsson var besti maður vallarins og hann var einnig besti leikmaður 16-liða úrslitanna í bikarnum.

„Mér fannst við spila virkilega vel og við áttum mjög góðan leik allir," sagði Óli Valur við Fótbolta.net í dag. „Það var dálítið pirrandi að fá svona mörg mörk á okkur en það var virkilega gaman samt sem áður að spila í svona skemmtilegum leik."

Óli Valur skoraði bæði og lagði upp í leiknum, og var skiljanlega sáttur með frammistöðu sína.

„Jú, mér fannst ég spila mjög solid. Mér fannst ég standa mig vel varnar- og sóknarlega. Ég myndi halda að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar."

Stjarnan tapaði gegn KR í byrjun tímabilsins í deildinni en það var hiti í bikarleiknum í Garðabænum í síðustu viku. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Óli Valur og Gregg Ryder, þjálfari KR, hefðu látið hvorn annan heyra það.

„Það var smá hiti í honum þarna og ég lét hann aðeins heyra það eftir leik. Ég viðurkenni það," sagði Óli Valur en það var gaman fyrir Stjörnuna að ná fram hefndum gegn KR.

„Alveg klárlega. Við ætluðum að gera betur en seinast og það gekk upp. Það var virkilega sætt."

Óli Valur sneri aftur heim rétt fyrir tímabil eftir að hafa spilað með Sirius í Svíþjóð. „Það er helvíti góð stemning með öllum strákunum. Það er bara geggjað. Mínir bestu vinir eru allir þarna og ég held að það sjáist á vellinum. Það er allt skemmtilegt þarna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner