Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
banner
   þri 21. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skorar og leggur upp í hægri bakverði. Frábær varnarlega sem sóknarlega og átti nánast fullkomin leik fyrir hægri bakvörð. Án efa besti maður vallarins í kvöld hann Óli Valur," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá mögnuðum leik Stjörnunnar og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Óli Valur Ómarsson var besti maður vallarins og hann var einnig besti leikmaður 16-liða úrslitanna í bikarnum.

„Mér fannst við spila virkilega vel og við áttum mjög góðan leik allir," sagði Óli Valur við Fótbolta.net í dag. „Það var dálítið pirrandi að fá svona mörg mörk á okkur en það var virkilega gaman samt sem áður að spila í svona skemmtilegum leik."

Óli Valur skoraði bæði og lagði upp í leiknum, og var skiljanlega sáttur með frammistöðu sína.

„Jú, mér fannst ég spila mjög solid. Mér fannst ég standa mig vel varnar- og sóknarlega. Ég myndi halda að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar."

Stjarnan tapaði gegn KR í byrjun tímabilsins í deildinni en það var hiti í bikarleiknum í Garðabænum í síðustu viku. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Óli Valur og Gregg Ryder, þjálfari KR, hefðu látið hvorn annan heyra það.

„Það var smá hiti í honum þarna og ég lét hann aðeins heyra það eftir leik. Ég viðurkenni það," sagði Óli Valur en það var gaman fyrir Stjörnuna að ná fram hefndum gegn KR.

„Alveg klárlega. Við ætluðum að gera betur en seinast og það gekk upp. Það var virkilega sætt."

Óli Valur sneri aftur heim rétt fyrir tímabil eftir að hafa spilað með Sirius í Svíþjóð. „Það er helvíti góð stemning með öllum strákunum. Það er bara geggjað. Mínir bestu vinir eru allir þarna og ég held að það sjáist á vellinum. Það er allt skemmtilegt þarna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner
banner
banner