Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   þri 21. maí 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í Mjólkurbikarnum: Lét Ryder heyra það eftir leik
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Óli Valur fékk verðlaun fyrir að vera besti leikmaður 16-liða úrslita Mjólkurbikarsins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Stjarnan hefur verið á góðu róli að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Skorar og leggur upp í hægri bakverði. Frábær varnarlega sem sóknarlega og átti nánast fullkomin leik fyrir hægri bakvörð. Án efa besti maður vallarins í kvöld hann Óli Valur," skrifaði Sölvi Haraldsson í skýrslu sinni frá mögnuðum leik Stjörnunnar og KR í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins.

Óli Valur Ómarsson var besti maður vallarins og hann var einnig besti leikmaður 16-liða úrslitanna í bikarnum.

„Mér fannst við spila virkilega vel og við áttum mjög góðan leik allir," sagði Óli Valur við Fótbolta.net í dag. „Það var dálítið pirrandi að fá svona mörg mörk á okkur en það var virkilega gaman samt sem áður að spila í svona skemmtilegum leik."

Óli Valur skoraði bæði og lagði upp í leiknum, og var skiljanlega sáttur með frammistöðu sína.

„Jú, mér fannst ég spila mjög solid. Mér fannst ég standa mig vel varnar- og sóknarlega. Ég myndi halda að þetta hafi verið minn besti leikur í sumar."

Stjarnan tapaði gegn KR í byrjun tímabilsins í deildinni en það var hiti í bikarleiknum í Garðabænum í síðustu viku. Fram kom í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag að Óli Valur og Gregg Ryder, þjálfari KR, hefðu látið hvorn annan heyra það.

„Það var smá hiti í honum þarna og ég lét hann aðeins heyra það eftir leik. Ég viðurkenni það," sagði Óli Valur en það var gaman fyrir Stjörnuna að ná fram hefndum gegn KR.

„Alveg klárlega. Við ætluðum að gera betur en seinast og það gekk upp. Það var virkilega sætt."

Óli Valur sneri aftur heim rétt fyrir tímabil eftir að hafa spilað með Sirius í Svíþjóð. „Það er helvíti góð stemning með öllum strákunum. Það er bara geggjað. Mínir bestu vinir eru allir þarna og ég held að það sjáist á vellinum. Það er allt skemmtilegt þarna."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Mörkin gáfu þeim sjálfstraust - „Við ætluðum að keyra meira á þá“
Útvarpsþátturinn - Hvítasunnuhringborðið
Athugasemdir
banner
banner