Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   þri 21. maí 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea vill fá 25 milljónir punda fyrir Chalobah
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea vill fá 25 milljónir punda fyrir enska varnarmanninn Trevoh Chalobah en þetta segir Matt Law hjá Telegraph.

Chalobah, sem er 24 ára gamall, lék aðeins 17 leiki með Chelsea á tímabilinu eftir að hafa verið í töluvert stærra hlutverki tímabilið á undan.

Englendingurinn vildi fara síðasta sumar og var meðal annars áhugi frá Bayern München en ekkert varð af skiptunum.

Í grein Telegraph kemur fram að Chelsea vilji fá 25 milljónir punda fyrir leikmanninn og mun það ekki sætta sig við lægra tilboð.

Chalobah er einn leikjahæsti unglingalandsliðsmaður í sögu Englands en hann á alls 53 landsleiki og þrjú mörk fyrir yngri landsliðin.
Athugasemdir
banner
banner
banner