Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   þri 21. maí 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjórir frá Palace í enska hópnum - Sterling ekki valinn
Ebere Eze.
Ebere Eze.
Mynd: EPA
Fjórir leikmenn Crystal Palace eru í enska landsliðshópnum sem verður tilkynntur núna á eftir. Ekki er um að ræða lokahópinn, heldur 30 manna úrtakshóp fyrir Evrópumótið. Hópurinn verður svo skorinn niður í 26 leikmenn.

Frá þessu segir Sami Mokbel, fréttamaður á Daily Mail, í dag.

Crystal Palace hefur verið eitt skemmtilegasta lið ensku úrvalsdeildarinnar undanfarnar vikur og þeir verða með fjóra fulltrúa í hópnum.

Ebere Eze, sá leikni kantmaður, kemst í hópinn og einnig er þar miðjumaðurinn Adam Wharton sem hefur heillað marga síðustu mánuði eftir að hann kom til Palace frá Blackburn. Dean Henderson verður einn þriggja markvarða Englands og Marc Guehi fer sem einn af miðvörðunum eftir að hafa jafnað sig af meiðslum.

BBC segir að Levi Colwill hjá Chelsea verði í hópnum en ekki sé pláss fyrir liðsfélaga hans, Raheem Sterling. Hann hefur ekki spilað fyrir England síðan á HM í Katar.

Hópurinn verður tilkynntur allur síðar í dag og verður áhugavert að sjá hvernig hann verður.
Athugasemdir
banner
banner