Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 21. júní 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Inter vill Lukaku en þarf fyrst að selja Icardi
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku.
Mynd: Getty Images
Internazionale vill kaupa sóknarmanninn Romelu Lukaku í sumar en þarf að selja Mauro Icardi fyrst til að eiga möguleika á að fjármagna kaupin.

Þetta segir Guardian.

Icardi vill fara frá Inter og Antonio Conte, stjóri Inter, er tilbúinn að selja Argentínumanninn sem lenti upp á kant við æðstu menn félagsins á liðnu tímabili.

Vandamálið er að það virðast ekki mörg félög vera tilbúin að ganga að 60 milljóna punda verðmiðanum sem er á leikmanninum.

Ef Icardi verður seldur mun Inter nota peninginn til að reyna að kaupa Lukaku sem þurfti að sætta sig við talsverða bekkjarsetu hjá Manchester United eftir að Ole Gunnar Solskjær tók við.

Conte reyndi að kaupa Lukaku sumarið 2017 en náði því ekki.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner