Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 21. september 2020 20:04
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli: Spiluðum ágætis fótbolta við erfiðar aðstæður
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Jóhannes Karl Guðjónsson var ánægður með sigurinn
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, var ánægður með 3-0 sigur ÍA á Gróttu í kvöld en þetta var langþráður sigur liðsins sem hafði ekki unnið í síðustu fjórum deildarleikjum.

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  0 Grótta

Aðstæður á Akanesi voru afar erfiðar. Það var rok og rigning en Skagamenn náðu að vinna með aðstæðurnar og skila inn þremur mörkum.

Tryggvi Hrafn Haraldsson kom ÍA yfir í leiknum á 26. mínútu áður en liðið bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum en Jói Kalli var afar ánægður með að halda hreinu við þessar aðstæður.

„Gríðarlega sáttur með þessi þrjú stig og sigurinn í dag. Við erfiðar aðstæður spiluðum við ágætis fótbolta og sköpuðum slatta af færum og náðum að halda markinu hreinu," sagði Jói Kalli við Fótbolta.net.

„Það er alltaf gaman að vinna fótboltaleiki og hlutirnir ekki alveg verið að detta með okkur en við þurfum að sjá til þess að við komum inn í alla leiki þannig að við aukum líkurnar á að vinna fleiri fótboltaleiki og það er klárlega markmiðið. Þessi leikur var þannig verkefni líka og stjórna honum eins og við ætluðum að gera og skora mörk eins og við höfum verið að gera í allt sumar."

„Þetta voru þannig aðstæður að allt getur gerst í fótboltaleikjum og Gróttumenn hafa verið mjög öflugir í föstum leikatriðum. Ég var ánægður með hversu vel við vörðumst þeim og ég var sáttur við það en mér leið auðvitað betur þegar staðan var 2-0, en við fengum líka færi í fyrri hálfleik til að komast í 2-0, jafnvel 3-0, en við hefðum getað skorað fleiri mörk."

„Það er alveg rétt. Það eru erfiðar ákvarðanir sem þarf að taka þegar það þarf að fresta leikjum. Það munaði mest um hvað það var mikil rigning í gær en hvað það varðar voru aðstæðurnar betri í dag en í gær,"
sagði hann ennfremur.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner