Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   þri 21. október 2014 20:38
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn Kárason í Leikni (Staðfest)
Kolbeinn ásamt þjálfurum Leiknis, Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni.
Kolbeinn ásamt þjálfurum Leiknis, Frey Alexanderssyni og Davíð Snorra Jónassyni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Sóknarmaðurinn Kolbeinn Kárason hefur skrifað undir samning við Leikni en hann kemur til liðsins frá Val. Kolbeinn skrifaði undir tveggja ára samning.

Leiknismenn unnu 1. deildina í fyrra og spila í fyrsta sinn í sögu félagsins í efstu deild á næsta ári.

Kolbeinn er 23 ára og hefur leikið með meistaraflokki Vals síðan 2011 en það ár lék hann einnig með Tindastóli í 1. deildinni á lánssamningi.

Hann kom við sögu í 19 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar.

Viðtal við Kolbein birtist á Fótbolta.net á eftir.
Athugasemdir
banner
banner