fim 21. október 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Newcastle í viðræðum við marga þjálfara
Mynd: Getty Images
Eigendaskipti Newcastle United hafa ekki farið framhjá neinum unnanda enskrar knattspyrnu og verður áhugavert að fylgjast með hvaða stjóri tekur við af Steve Bruce sem var rekinn í gær.

Paulo Fonseca hefur verið orðaður sterklega við starfið og telja flestir að hann muni landa því í næstu viku. Fabrizio Romano varar fólk þó við að afskrifa aðra þjálfara sem koma til greina fyrir starfið.

Viðræður Newcastle og Fonseca hafa verið jákvæðar en Romano tekur fram að úrvalsdeildarfélagið sé í viðræðum við marga aðra þjálfara sem hafa áhuga á stöðunni.

Frank Lampard, Steven Gerrard, Eddie Howe og Roberto Martinez eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við starfið. Þá hafa Unai Emery, Graeme Jones og Lucien Favre einnig verið nefndir til sögunnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner