Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   þri 21. október 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Risaslagur á Emirates
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það er nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld þar sem gríðarlega spennandi leikir eru á dagskrá.

Fjörið hefst með síðdegisleikjunum sem verða leiknir á heimavelli Barcelona og Kairat Almaty.

Börsungar taka á móti grísku meisturunum í Olympiakos og gætu lent í vandræðum. Þeir eru með þunnskipað lið vegna meiðsla og spila svo við Real Madrid í toppslag spænsku deildarinnar um helgina.

Þrjú lið úr ensku úrvalsdeildinni mæta svo til leiks í kvöld, þar sem Arsenal fær Atlético Madrid í heimsókn í stórleik kvöldsins.

Á sama tíma á Newcastle United heimaleik við portúgalska stórveldið Benfica þar sem José Mourinho mætir til leiks með lærlinga sína og heimsækir Manchester City þá Villarreal til Spánar í áhugaverðum slag.

Ríkjandi meistarar Paris Saint-Germain eiga útileik við Bayer Leverkusen á meðan Borussia Dortmund kíkir til Kaupmannahafnar. Þar er hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason í leikmannahópi hjá FCK ásamt Rúnari Alex Rúnarssyni.

Ítölsku stórveldin Inter og Napoli eiga að lokum útileiki í Belgíu og Hollandi, gegn St. Gilloise og PSV Eindhoven.

Leikir dagsins
16:45 Kairat - Pafos FC
16:45 Barcelona - Olympiakos
19:00 St. Gilloise - Inter
19:00 PSV - Napoli
19:00 Leverkusen - PSG
19:00 Arsenal - Atletico Madrid
19:00 FCK - Dortmund
19:00 Villarreal - Man City
19:00 Newcastle - Benfica
Stöðutaflan Evrópa Meistaradeildin
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 4 4 0 0 14 3 +11 12
2 Arsenal 4 4 0 0 11 0 +11 12
3 Inter 4 4 0 0 11 1 +10 12
4 Man City 4 3 1 0 10 3 +7 10
5 PSG 4 3 0 1 14 5 +9 9
6 Newcastle 4 3 0 1 10 2 +8 9
7 Real Madrid 4 3 0 1 8 2 +6 9
8 Liverpool 4 3 0 1 9 4 +5 9
9 Galatasaray 4 3 0 1 8 6 +2 9
10 Tottenham 4 2 2 0 7 2 +5 8
11 Barcelona 4 2 1 1 12 7 +5 7
12 Chelsea 4 2 1 1 9 6 +3 7
13 Sporting 4 2 1 1 8 5 +3 7
14 Dortmund 4 2 1 1 13 11 +2 7
15 Qarabag 4 2 1 1 8 7 +1 7
16 Atalanta 4 2 1 1 3 5 -2 7
17 Atletico Madrid 4 2 0 2 10 9 +1 6
18 PSV 4 1 2 1 9 7 +2 5
19 Mónakó 4 1 2 1 4 6 -2 5
20 Pafos FC 4 1 2 1 2 5 -3 5
21 Leverkusen 4 1 2 1 6 10 -4 5
22 Club Brugge 4 1 1 2 8 10 -2 4
23 Eintracht Frankfurt 4 1 1 2 7 11 -4 4
24 Napoli 4 1 1 2 4 9 -5 4
25 Marseille 4 1 0 3 6 5 +1 3
26 Juventus 4 0 3 1 7 8 -1 3
27 Athletic 4 1 0 3 4 9 -5 3
28 St. Gilloise 4 1 0 3 4 12 -8 3
29 Bodö/Glimt 4 0 2 2 5 8 -3 2
30 Slavia Prag 4 0 2 2 2 8 -6 2
31 Olympiakos 4 0 2 2 2 9 -7 2
32 Villarreal 4 0 1 3 2 6 -4 1
33 FCK 4 0 1 3 4 12 -8 1
34 Kairat 4 0 1 3 2 11 -9 1
35 Benfica 4 0 0 4 2 8 -6 0
36 Ajax 4 0 0 4 1 14 -13 0
Athugasemdir
banner