Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   fim 21. nóvember 2019 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Túfa: Okkar verkefni er að rífa þetta upp
Túfa er orðinn aðstoðarþjálfari Vals eftir að hafa verið aðalþjálfari Grindavíkur síðasta sumar.
Túfa er orðinn aðstoðarþjálfari Vals eftir að hafa verið aðalþjálfari Grindavíkur síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum betri leik á móti Stjörnunni, í dag mættum við ekki nægilega vel til leiks. Heilt yfir er ég mjög ánægður með þessa tvo leiki, og þessar tvær vikur," sagði Túfa, aðstoðarþjálfari Vals, eftir jafntefli við Breiðablik í Bose-mótinu.

Valur var 2-0 undir eftir 15 mínútur eða svo, en leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

„Við vorum lengi í gang, ég fann það strax í upphitun. Kannski eru menn pínu þungir og þreyttir, þetta var annar leikurinn eftir 3-4 æfingar. Það skiptir máli að við komum til baka, það var mjög sterkt."

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er á Balí og stýrði Túfa liðinu í kvöld. Hann var aðalþjálfari Grindavíkur á síðustu leiktíð, en er nú orðinn aðstoðarþjálfari.

„Þegar þetta kom upp var ég mjög ákveðinn að fara í þetta dæmi með Heimi. Valur er stærsta félag á landi. Þetta skref fram á við á mínum þjálfaraferli."

Valur hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar tvö árin þar á undan.

„Það vantar ekki gæðin, þetta er stór og flottur hópur - flottir karakterar líka. Það kemur alltaf svona eitt ár sem er 'down' eftir svona mikla sigursæld. Það gerist hjá öllum liðum. Okkar verkefni er að rífa þetta upp og ég tel leikmenn klára í það."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner