29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   fim 21. nóvember 2019 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Túfa: Okkar verkefni er að rífa þetta upp
Túfa er orðinn aðstoðarþjálfari Vals eftir að hafa verið aðalþjálfari Grindavíkur síðasta sumar.
Túfa er orðinn aðstoðarþjálfari Vals eftir að hafa verið aðalþjálfari Grindavíkur síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við áttum betri leik á móti Stjörnunni, í dag mættum við ekki nægilega vel til leiks. Heilt yfir er ég mjög ánægður með þessa tvo leiki, og þessar tvær vikur," sagði Túfa, aðstoðarþjálfari Vals, eftir jafntefli við Breiðablik í Bose-mótinu.

Valur var 2-0 undir eftir 15 mínútur eða svo, en leikurinn endaði með 3-3 jafntefli.

„Við vorum lengi í gang, ég fann það strax í upphitun. Kannski eru menn pínu þungir og þreyttir, þetta var annar leikurinn eftir 3-4 æfingar. Það skiptir máli að við komum til baka, það var mjög sterkt."

Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, er á Balí og stýrði Túfa liðinu í kvöld. Hann var aðalþjálfari Grindavíkur á síðustu leiktíð, en er nú orðinn aðstoðarþjálfari.

„Þegar þetta kom upp var ég mjög ákveðinn að fara í þetta dæmi með Heimi. Valur er stærsta félag á landi. Þetta skref fram á við á mínum þjálfaraferli."

Valur hafnaði í sjötta sæti Pepsi Max-deildarinnar síðasta sumar eftir að hafa orðið Íslandsmeistarar tvö árin þar á undan.

„Það vantar ekki gæðin, þetta er stór og flottur hópur - flottir karakterar líka. Það kemur alltaf svona eitt ár sem er 'down' eftir svona mikla sigursæld. Það gerist hjá öllum liðum. Okkar verkefni er að rífa þetta upp og ég tel leikmenn klára í það."

Viðtalið er hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner