Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 22. febrúar 2021 10:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Flóki stefnir aftur út - „Vorum eins og Trezeguet og Del Piero"
Kom dómaranum í vonda stöðu sem var alls ekki meiningin
 Ég stefni auðvitað á að fara aftur út
Ég stefni auðvitað á að fara aftur út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég og Lennon vorum náttúrulega eins og Trezeguet og Del Piero
Ég og Lennon vorum náttúrulega eins og Trezeguet og Del Piero
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ég kom dómaranum í vonda stöðu sem var alls ekki meiningin
Ég kom dómaranum í vonda stöðu sem var alls ekki meiningin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við stefnum á að vinna öll þau mót sem við förum í og með þann hóp sem við höfum í dag þá er ekkert lið á Íslandi sem getur staðið í vegi fyrir okkur."

Kristján Flóki Finnbogason varð 26 ára í síðasta mánuði. Hann er sóknarmaður sem gekk í raðir KR sumarið 2019 og varð Íslandsmeistari með liðinu seinna um sumarið. Hann er uppalinn hjá FH en kom heim eftir tvö ár á Norðurlöndunum. Fótbolti.net heyrði í Flóka fyrir helgi og fékk svör við nokkrum spurningum.

Heimkoman til Íslands 2019, varstu fullkomlega sáttur við að vera koma heim á þessum tímapunkti?

„Já, ég var sáttur með að koma heim í KR á þessum tíma og hjálpa liðinu að vinna titilinn, markmiðið er samt alltaf að bæta sig og eiga möguleika á því að spila í stærri deildum."

Skoraðir fjögur mörk í fyrra, varstu sáttur við það sem þú náðir að gera inn á vellinum? Hvað vantaði í þínum leik til að ná inn enn fleiri mörkum?

„Nei, ég var alls ekki sáttur með tímabilið í fyrra, árangurinn var bæði vonbrigði fyrir mig og liðið. Það sem að vantaði í minn leik var betra líkamlegt form, ég var mikið að díla við smávægileg meiðsli og það má sennilega rekja til þess að ég hafi ekki hugsað nógu vel um sjálfan mig í covid."

Hafði umræðan um þig eftir leikinn gegn Víkingi einhver áhrif á þig?

„Umræðan eftir Víkings leikinn hafði engin áhrif á mig. Ummæli mín eftir leikinn voru auðvitað misgáfuleg og ég kom dómaranum í vonda stöðu sem var alls ekki meiningin."

Hver eru þín persónulegu markmið með KR í sumar?

„Markmiðin mín í KR eru að bæta mig sem leikmaður og umhverfið í KR er frábær staður til þess. Auðvitað ætla ég mér að skora meira og að vinna fleiri titla með liðinu. Við stefnum á að vinna öll þau mót sem við förum í og með þann hóp sem við höfum í dag þá er ekkert lið á Íslandi sem getur staðið í vegi fyrir okkur."

Þú varst valinn í hópinn sem fór til Bandaríkjana fyrir rúmu ári. Horfiru eitthvað til landsliðsins ennþá eða er það bara bónus? Hvernig var í þessu verkefni í Bandaríkjunum?

„Að spila fyrir landsliðið er ólýsanleg tilfinning og ég hef ekki sungið mitt síðasta á því sviði, ég stefni auðvitað á að spila fleirri leiki. Verkefnið í Bandaríkjunum var skemmtilegt og lærdómsríkt."

Þú glímdir eitthvað við meiðsli í fyrra og svo misst úr leiki núna á undirbúningstímabilinu, hver er staðan á þér og hvers kyns eru meiðslin?

„Eins og ég nefndi áðan þá finnst mér líklegt að það sé hægt að rekja þessi meiðsli til Covid tímabilsins. Þetta hafa verið smávægileg meisli hér og þar en ég er í góðri meðhöndlun og styrktarþjálfun og finn að það er ekki langt í að ég verð 110% heill."

Hvar er hugurinn þinn varðandi atvinnumennsku í dag? Er stefnan sett út aftur? Lennon fór fögrum orðum um þig um daginn pælingin kemur þaðan.

„Ég og Lennon vorum náttúrulega eins og Trezeguet og Del Piero tímabilið 2017. Það var mikil hvatning að hlusta á leikmann eins og Lennon, sem ég lít mikið upp til, tala svona vel um mig. Ég stefni auðvitað á að fara aftur út og ef það er einhver sem getur hjálpað mér í því og miðlað reynslu sinni þá er það Rúnar."

Flóki um Bjarna Guðjóns:
„Engin spurning að hann á eftir að standa sig vel"


„Ef það er einhver sem getur hjálpað mér í því og miðlað reynslu sinni þá er það Rúnar."
Athugasemdir
banner
banner