mið 22. mars 2023 20:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Dele Alli tjáir sig eftir ummæli stjórans - „Félagið gaf mér leyfi"
Mynd: Getty Images

Senol Gunes stjóri Besiktas gerði létt grín af Dele Alli leikmanni liðsins eftir að hann mætti ekki á æfingu liðsins.


Það er talað um að leikmaðurinn sé ekki lengur inn í myndinni hjá stjóranum en hann sagði frá því að Alli hafi ekki mætt á æfingu liðsins.

„Dele Alli gat ekki komið í þetta sinn, það er rigning, kannski komst hann ekki þess vegna. Við erum að reyna heyra í honum. Við náðum ekki í hann í síma, vonandi lenti hann ekki í slysi," sagði Senol Gunes stjóri Besiktas.

Alli hefur nú tjáð sig eftir þessi ummæli og gert fólki grein fyrir því að það sé í lagi með hann. Hann hafi þó fengið leyfi frá tyrkneska félaginu að ferðast til Englands.

„Ég hef fengið helling af skilaboðum og ég vil koma þessu á framfæri. Félagið gaf mér leyfi til að fara til læknis í dag. Ég verð mættur aftur á æfingu á morgun eins og venjulega," sagði Alli á Instagram síðu sinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner