Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. apríl 2021 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bjarni Mark velur draumaliðið sitt - Bara með „ballers”
Lið Bjarna. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Bjarna. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Hermir einhver eftir Bjarna og tekur hjólhestinn í sumar?
Hermir einhver eftir Bjarna og tekur hjólhestinn í sumar?
Mynd: Christer Thorell
Bjarni Mark Duffield er Siglfirðingur sem lék með KA áður en hann hélt til Svíþjóðar. Í dag er hann leikmaður IK Brage. Hann er hann búinn að velja draumaliðið sitt í Draumaliðsleik Eyjabita.

Átta dagar eru í opnunarleik mótsins og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Bjarni stillir upp í 3-4-3 fyrir fyrstu umferð mótsins.

„Er rosalega sáttur með liðið sem ég er búinn að pússla saman. Ég vinn sennilega svei mér þá," sagði Bjarni.

„Allavega, í markinu er Jajalo því ég hef trú á því að mínir menn verði sterkir varnalega. Vörnin er hin fullkomna blanda af gamla og nýja skólanum, tveir með reynslu og einn young Binni með öll sín gæði."

„Á miðjunni er ég bara með svokallaða „ballers”. Þarf ekkert að útskýra það frekar, þetta eru fjórir ballers. Síðast en ekki síst er ég með 3 framherja sem allir skora mörk, svo einfalt er það bara."

„Ég bind rosalegar vonir við þetta lið, set háar kröfur á þá sem hafa fengið traustið og er ekki hræddur við að henda mönnum út sem ekki eru að skila stigum. Sérstaklega Danna,"
segir Bjarni.

Lið Bjarna heitir IKB sem er skammstöfunin fyrir IK Brage.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Sjá einnig:
Valgeir Valgeirs velur draumaliðið sitt
Oliver Stefáns velur draumaliðið sitt
Stefán Teitur velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner