Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   mán 22. apríl 2024 21:10
Elvar Geir Magnússon
Besta deild kvenna: Nýliðarnir jöfnuðu gegn Þrótti í lokin
Marija Radojicic jafnaði fyrir Fylki.
Marija Radojicic jafnaði fyrir Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Kristrún Rut Antonsdóttir ('37 )
1-1 Marija Radojicic ('86 )
Lestu um leikinn

Það var mikið um dýrðir og 749 áhorfendur í Árbænum í kvöld þar sem 1. umferð Bestu deildar kvenna lauk með viðureign Fylkis og Þróttar. Úr varð spennandi viðureign.

Ólafur Kristjánsson og hans konur í Þrótti tóku forystuna á 37. mínútu þegar Kristrún Rut Antonsdóttir skoraði.

„Grunsamlega ein í teignum eftir fyrirgjöf frá Caroline frá vinstri. Rís hæst í teignum og skallar boltann af miklum krafti í netið," skrifaði Sverrir Örn Einarsson, fréttamaður Fótbolta.net, sem var á leiknum.

Á 86. mínútu náði Marija Radojicic að jafna í 1-1 fyrir nýliða Fylkis og urðu það lokatölur. Fyrsta jafntefli tímabilsins í Bestu deild kvenna.

„Hornspyrnan frá hægri tekin á nærstöngina þar sem Eva Rut rís hæst og framlengir boltann á Mariju sem fær tíma til að leggja boltann fyrir sig og hamra honum í netið af stuttu færi," skrifaði Sverrir í lýsingu á jöfnunarmarkinu.
Athugasemdir
banner
banner