Liverpool ætlar að gera tilboð í Camavinga - Man Utd vill Valverde - Man City ætlar að fá Semenyo
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
banner
   mán 22. apríl 2024 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fylkisliðið til hamingju, komnar í deildina og spilaði af krafti. En leikurinn horfði þannig við mér að það voru smá taugar hjá báðum liðum í byrjun. Mér fannst við ná ágætis tökum á leiknum í fyrri hálfleik og skapa okkur góð færi. Þær eiga svo skot í þverslá og mér finnst aðeins koma titringur í mínar stelpur en mér fannst við ná okkur eftir það.“ Sagði Ólafur Kristjánsson um fyrri hálfleikinn er Þróttur undir hans stjórn gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki á Wurth-vellinum fyrr í kvöld. Ólafur bætti svo við um síðari hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Þróttur R.

„Við stjórnum seinni hálfleiknum til að byrja með en síðan með krafti og dugnaði sækir Fylkisliðið sér nokkur horn og skora gott mark fyrir þær. Ég var svo sem ekkert sáttur við það en ég held að þegar að rykið sest og maður horfir yfir leikinn þá hefðum við getað gert margt betur en það er ekki hægt að gera neitt við því núna.“

Lið Þróttar var þétt varnarlega í síðari hálfleik og var lið Fylkis lítið að skapa sér tækifæri í opnum leik. Þrátt fyrir það féll lið Þróttar ansi neðarlega á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og kannski að einhverju leyti bauð hættunni heim. Eðlilegt viðbragð leikmanna sem eru að verja forystu?

„Já já það getur vel verið. Þær nátturulega spila boltanum snemma upp og fara beint. Það má svo sem alveg vera að við höfum ekki náð að ýta nógu mikið en mér fannst það aðallega það að þegar við komumst á boltann þá vorum við að missa hann of fljótt og þetta varð svona "transistion" leikur sem ég var ekki alveg sáttur með vegna þess að í fyrri hálfleik þegar við erum við stjórn þá látum við þær hlaupa og við vorum svolítið að hlaupa aftur á bak og sitja.“

Ólafur er að hefja sitt fyrsta tímabil með Þrótti og í senn sitt fyrsta tímabil með kvennalið í efstu deild. Hvernig horfir sumarið við honum?

„Bara spennandi, við sjáum það í kvöld að nýliðarnir þær eru sprækar. Víkingarnir vinna og Fylkir, sómi fyrir þær að þeirra leik og mikill kraftur í þessu liði. Svo eru það allir hinir leikirnir sem koma og ég er bara brattur. Skemmtilegt verkefni og leikur strax á laugardaginn þannig að þetta verður varla betra.“

Sagði Ólafur Kristjánsson en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner