Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
Birnir Snær: Alltof gott lið til að vera í fallbaráttu
Lárus Orri svekktur: Lá í loftinu að við myndum setja jöfnunarmarkið
Hallgrímur Mar: Himinlifandi að fá svona gæðaleikmann til okkar
Haddi: Ánægður með stjórnina að bakka okkur upp
Jóhann Birnir: Dálítið skrítinn leikur
Mjög ósáttur með spilamennsku Völsungs
Davíð Smári: Óþægilegt að láta fjórða dómarann garga og garga á mig
Damir: Það er bara ekkert eðlilega stressandi
Arnór Sveinn: Við þurfum bara að vera sannir okkur
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
   mán 22. apríl 2024 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fylkisliðið til hamingju, komnar í deildina og spilaði af krafti. En leikurinn horfði þannig við mér að það voru smá taugar hjá báðum liðum í byrjun. Mér fannst við ná ágætis tökum á leiknum í fyrri hálfleik og skapa okkur góð færi. Þær eiga svo skot í þverslá og mér finnst aðeins koma titringur í mínar stelpur en mér fannst við ná okkur eftir það.“ Sagði Ólafur Kristjánsson um fyrri hálfleikinn er Þróttur undir hans stjórn gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki á Wurth-vellinum fyrr í kvöld. Ólafur bætti svo við um síðari hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Þróttur R.

„Við stjórnum seinni hálfleiknum til að byrja með en síðan með krafti og dugnaði sækir Fylkisliðið sér nokkur horn og skora gott mark fyrir þær. Ég var svo sem ekkert sáttur við það en ég held að þegar að rykið sest og maður horfir yfir leikinn þá hefðum við getað gert margt betur en það er ekki hægt að gera neitt við því núna.“

Lið Þróttar var þétt varnarlega í síðari hálfleik og var lið Fylkis lítið að skapa sér tækifæri í opnum leik. Þrátt fyrir það féll lið Þróttar ansi neðarlega á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og kannski að einhverju leyti bauð hættunni heim. Eðlilegt viðbragð leikmanna sem eru að verja forystu?

„Já já það getur vel verið. Þær nátturulega spila boltanum snemma upp og fara beint. Það má svo sem alveg vera að við höfum ekki náð að ýta nógu mikið en mér fannst það aðallega það að þegar við komumst á boltann þá vorum við að missa hann of fljótt og þetta varð svona "transistion" leikur sem ég var ekki alveg sáttur með vegna þess að í fyrri hálfleik þegar við erum við stjórn þá látum við þær hlaupa og við vorum svolítið að hlaupa aftur á bak og sitja.“

Ólafur er að hefja sitt fyrsta tímabil með Þrótti og í senn sitt fyrsta tímabil með kvennalið í efstu deild. Hvernig horfir sumarið við honum?

„Bara spennandi, við sjáum það í kvöld að nýliðarnir þær eru sprækar. Víkingarnir vinna og Fylkir, sómi fyrir þær að þeirra leik og mikill kraftur í þessu liði. Svo eru það allir hinir leikirnir sem koma og ég er bara brattur. Skemmtilegt verkefni og leikur strax á laugardaginn þannig að þetta verður varla betra.“

Sagði Ólafur Kristjánsson en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner