Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
Óskar Hrafn: Ekkert grín að vera með þrjá fullvaxta karlmenn sem fá að faðma þig
Á tvo fulltrúa í íslenska liðinu - „Átti alveg von á því að hún yrði í þessum sporum"
Þorgerður Katrín: Ég hef alveg upplifað það verra
Pabbi Karólínu: Hún hafði einhverja áru yfir sér
Goðsögnin Ásta B: Þetta eru bara heimsklassa leikmenn
Kærasti Glódísar: Eigum við ekki bara að segja að það komi í ljós?
„Erfiðara að horfa á börnin mín en þegar ég var sjálf að spila"
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
   mán 22. apríl 2024 23:05
Sverrir Örn Einarsson
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kvenaboltinn
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Ólafur Kristjánsson þjálfari Þróttar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fylkisliðið til hamingju, komnar í deildina og spilaði af krafti. En leikurinn horfði þannig við mér að það voru smá taugar hjá báðum liðum í byrjun. Mér fannst við ná ágætis tökum á leiknum í fyrri hálfleik og skapa okkur góð færi. Þær eiga svo skot í þverslá og mér finnst aðeins koma titringur í mínar stelpur en mér fannst við ná okkur eftir það.“ Sagði Ólafur Kristjánsson um fyrri hálfleikinn er Þróttur undir hans stjórn gerði 1-1 jafntefli gegn Fylki á Wurth-vellinum fyrr í kvöld. Ólafur bætti svo við um síðari hálfleikinn.

Lestu um leikinn: Fylkir 1 -  1 Þróttur R.

„Við stjórnum seinni hálfleiknum til að byrja með en síðan með krafti og dugnaði sækir Fylkisliðið sér nokkur horn og skora gott mark fyrir þær. Ég var svo sem ekkert sáttur við það en ég held að þegar að rykið sest og maður horfir yfir leikinn þá hefðum við getað gert margt betur en það er ekki hægt að gera neitt við því núna.“

Lið Þróttar var þétt varnarlega í síðari hálfleik og var lið Fylkis lítið að skapa sér tækifæri í opnum leik. Þrátt fyrir það féll lið Þróttar ansi neðarlega á völlinn er líða fór á síðari hálfleikinn og kannski að einhverju leyti bauð hættunni heim. Eðlilegt viðbragð leikmanna sem eru að verja forystu?

„Já já það getur vel verið. Þær nátturulega spila boltanum snemma upp og fara beint. Það má svo sem alveg vera að við höfum ekki náð að ýta nógu mikið en mér fannst það aðallega það að þegar við komumst á boltann þá vorum við að missa hann of fljótt og þetta varð svona "transistion" leikur sem ég var ekki alveg sáttur með vegna þess að í fyrri hálfleik þegar við erum við stjórn þá látum við þær hlaupa og við vorum svolítið að hlaupa aftur á bak og sitja.“

Ólafur er að hefja sitt fyrsta tímabil með Þrótti og í senn sitt fyrsta tímabil með kvennalið í efstu deild. Hvernig horfir sumarið við honum?

„Bara spennandi, við sjáum það í kvöld að nýliðarnir þær eru sprækar. Víkingarnir vinna og Fylkir, sómi fyrir þær að þeirra leik og mikill kraftur í þessu liði. Svo eru það allir hinir leikirnir sem koma og ég er bara brattur. Skemmtilegt verkefni og leikur strax á laugardaginn þannig að þetta verður varla betra.“

Sagði Ólafur Kristjánsson en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner