Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
banner
   lau 22. júní 2024 12:08
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Georgíu og Tékklands: Adam Hlozek kemur inn
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Georgía og Tékkland eigast við í fyrsta leik dagsins á Evrópumótinu og er um hörkuleik að ræða hér í dag.

Bæði lið þurfa á sigri að halda eftir tap í fyrstu umferð riðlakeppninnar, þar sem Georgía réði ekki við Tyrkland á meðan Tékkar töpuðu gegn Portúgal sem skoraði sigurmark í uppbótartíma.

Willy Sagnol gerir eina breytingu á byrjunarliði Georgíu sem tapaði í fyrstu umferð, þar sem Zuriko Davitashvili, leikmaður Bordeaux, kemur inn á miðjuna fyrir Giorgi Chakvetadze, leikmann Watford.

Ivan Hasek gerir þrjár breytingar á tékkneska liðinu, þar sem hinir öflugu Adam Hlozek, Vaclav Cerny og David Jurasek koma inn í byrjunarliðið.

Þá breyta Tékkar um uppstillingu og mæta til leiks með þriggja manna sóknarlínu, þar sem Cerny og Hlozek leiða línurnar ásamt Patrick Schick.

Georgía: Mamardashvili, Kvirkvelia, Kashia, Dvali, Tsitalshvili, Davitashvili, Mekvabishvili, Kochorashvili, Kakabadze, Mikautadze, Kvaratskhelia

Tékkland: Stanek, Holes, Hranac, Krejci, Coufal, Provod, Soucek, Jurasek, Cerny, Hlozek, Schick
Athugasemdir
banner
banner