Tyrkland og Portúgal eigast við í áhugaverðum slag á EM í dag. Liðin mætast í toppslag F-riðils og koma byrjunarliðsfréttirnar á óvart.
Vincenzo Montella gerir fjórar breytingar á byrjunarliði Tyrklands, þar sem hann tekur út þrjá af betri leikmönnum liðsins frá 3-1 sigri gegn Georgíu í fyrstu umferð.
Ungstirnin Kenan Yildiz og Arda Güler setjast á bekkinn fyrir Kerem Aktürkoglu og Yunus Akgün, sem leika fyrir Galatasaray og Leicester City. Þá kemur Zeki Celik, hægri bakvörður Roma, inn í byrjunarliðið fyrir Mert Müldür. Þar að auki kemur Altay Bayindir inn á milli stanganna fyrir Mert Günok.
Güler og Müldür skoruðu báðir í sigri Tyrklands í fyrstu umferð og eru samt teknir úr byrjunarliðinu. Aktürkoglu kom inn af bekknum gegn Georgíu og skoraði í uppbótartíma.
Roberto Martínez gerir þá eina breytingu á liði Portúgal sem lagði Tékkland að velli í fyrstu umferð, þar sem hann breytir um leikkerfi og sest Diogo Dalot á bekkinn.
Joao Palhinha kemur inn í byrjunarliðið í hans stað og spilar við hlið Bruno Fernandes og Vitinha á miðjunni.
Tyrkland: Bayindir, Celik, Akaydin, Bardakci, Kadioglu, Ayhan, Kokcu, Calhanoglu, Akgun, Akturkoglu, Yilmaz
Portúgal: Costa, Cancelo, Pepe, Dias, Mendes, Vitinha, Palhinha, Fernandes, B. Silva, Leao, Ronaldo
Athugasemdir