Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. júlí 2021 13:47
Elvar Geir Magnússon
Ólympíuleikarnir: Richarlison með þrennu gegn Þýskalandi
Richarlison skoraði þrennu.
Richarlison skoraði þrennu.
Mynd: Getty Images
Richarlison, leikmaður Everton, var kominn með þrennu eftir hálftíma þegar Brasilía vann 4-2 sigur gegn Þýskalandi í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í Tókýó.

Brassarnir höfðu yfirburði í leiknum og hefðu getað komist í 4-0 en Matheus Cunha klúðraði vítaspyrnu. Þýskaland hleypti spennu í leikinn með mörkum frá Nadiem Amiri og Ragnar Ache. Staðan 3-2.

Paulinho átti lokaorðið og tryggði Brössum 4-2 sigur með marki í uppbótartíma. Liðin leika í D-riðli en fyrr í dag vann Fílabeinsströndin 2-1 sigur gegn Sádi-Arabíu í þeim riðli.

Takefusa Kubo, leikmaður Real Madrid, skoraði sigurmark Japan sem vann 1-0 gegn Suður-Afríku í A-riðli. Fyrr í dag vann Mexíkó 4-1 gegn Frakklandi í þeim riðli.

Sjálfsmark réði úrslitum þegar Rúmenía vann 1-0 sigur gegn Hondúras. Elvin Oliva varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið mark. Leikurinn var í B-riðli þar sem Nýja-Sjáland vann fyrr í dag sinn fyrsta leik í karlaflokki á Ólympíuleikunum, 1-0 gegn Suður-Kóreu.

Argentína tapaði 0-2 gegn Ástralíu í C-riðli. Ástralía var einu marki yfir í hálfleik en Argentínumenn léku allan seinni hálfleikinn manni færri eftir að Francisco Ortega fékk rauða spjaldið. Sá leikur var í C-riðlinum þar sem Spánn og Egyptaland gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag.

Sjá einnig:
Spáni tókst ekki að skora og Mexíkó skellti Frakklandi
Athugasemdir
banner
banner
banner