Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 22. júlí 2022 09:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu fundinn í Víkinni - „Erfitt fyrir bresk lið að spila á þessum árstíma"
Anthony Limbrick, þjálfari TNS.
Anthony Limbrick, þjálfari TNS.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og kom fram í gærkvöldi þá var blaðamannafundur eftir leik Víkings og TNS í forkeppni Sambandsdeildarinnar. Þar sátu þeir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og Anthony Limbrick, þjálfari TNS, fyrir svörum.

Hér að neðan má heyra svör þjálfaranna við spurningum fréttamanns Fótbolta.net og fréttamanns Morgunblaðsins. Það er TNS sem tók fundinn upp og því er Limbrick allan tímann í mynd en það heyrist vel í Arnari.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 The New Saints

Á fundinum vakti Arnar athygli á því að þessi árstími sé erfiður fyrir bresk félög. Tímabilin á Bretlandi eru ekki hafin eða eru nýhafin á meðan tímabilið á Íslandi er í fullum gangi.

„Það var mjög hátt orkustig hjá okkur, við vorum að hlaupa eins og brjálæðingar í níutíu mínútur og héldum alltaf áfram. Ég veit að það er erfitt fyrir bresk lið að spila á þessum árstíma, tímabilið er að byrja og því höfum við smá forskot þar. Við nýttum okkur það að fullu í kvöld og við verðum að gera það sama á þriðjudag," sagði Arnar.

Seinni leikur liðanna fer fram á þriðjudaginn í næstu viku. Rætt var um Viktor Örlyg Andrason, Kristal Mána Ingason, Pablo Punyed, markverðina og ýmislegt annað á fundinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner