Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. september 2021 22:40
Ívan Guðjón Baldursson
Noble: Síðustu dagar hafa verið erfiðir
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mark Noble, fyrirliði West Ham, fór í fréttirnar um helgina þegar hann kom inn af bekknum í uppbótartíma til að taka vítaspyrnu á heimavelli gegn Manchester United.

Staðan var 1-2 fyrir gestina og steig ískaldur Noble á punktinn en brenndi af. David De Gea varði vel og var leikurinn flautaður af skömmu síðar.

Í kvöld mættust liðin aftur, í þetta sinn á Old Trafford í deildabikarnum, og var Noble í byrjunarliðinu. Stuðningsmenn Man Utd stríddu Noble og hvöttu hann áfram þegar hann fékk boltann en Hamrarnir voru ekki lengi að þagga niður í áhorfendum og unnu leikinn 0-1 með marki á níundu mínútu.

„Síðustu dagar hafa verið erfiðir en svo reimar maður skóna aftur á sig og mætir á völlinn. Það er hægt að segja að tvö frábær varalið hafi mæst í kvöld en þetta var stórkostlegur leikur," sagði Noble að leikslokum.

„Mér leið ömurlega þegar ég kom heim á sunnudaginn en svo vaknar maður daginn eftir og heldur áfram. Ég hef klúðrað vítaspyrnum í fortíðinni en þetta voru sérstakar aðstæður."

Noble er stoltur að fara heim sem sigurvegari af Old Trafford sem hann heldur mikið uppá.

„Við mættum á Old Trafford, einn af bestu stöðum heims, og nutum okkar í botn. Það voru margir leikmenn sem spila ekki oft sem fengu tækifæri og þeir nýttu það. Á heildina litið var þetta frábært kvöld fyrir West Ham og sjálfan mig. Það er ekki oft sem maður vinnur á útivelli gegn Manchester United."
Athugasemdir
banner
banner
banner