Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
Liam Daði: Við stefnum á Laugardalsvöll og það er ekkert flókið
Karl Ágúst talar um hátt spennustig - „Allt undir á sunnudaginn"
Haraldur Freyr: Það er bara hálfleikur í þessu
Gunnar Heiðar um rauða spjald Diouck: Leiðinlegt að þurfa að fara í einhvern svona leik
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
   fim 22. september 2022 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Aron Einar: Virkilega ánægður að vera kominn til baka
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, er hæstánægður að vera kominn til baka í landsliðshópinn og ekki var verra að byrja það á 1-0 sigri á Venesúela.

Landsliðsfyrirliðinn snéri aftur í liðið eftir rúmlega eins árs fjarveru og var í byrjunarliðinu sem var tilkynnt fyrir leikinn.

Fyrirliðabandið fór beint á handlegg hans og skilaði hann sínu verki vel í annars lokuðum leik í Austurríki.

„Virkilega góð. Ánægður með spilamennskuna, fannst við vera nokkuð solid í dag. Gerðum hluti sem við lögðum upp með og getum tekið margt jákvætt úr þessum leik. Fengum ekki mörg færi á okkur, lokuðum vel á þá og þeir voru flinkir með boltann og vissum að þeir myndu reyna að þræða boltann í gegnum okkur. Við komum bara vel undirbúnir í þennan leik og ánægður að ná í sigur þó þetta sé æfingaleikur. Það er gott að fá tilfinninguna að sigra leiki og það er mjög mikilvægt fyrir þennan hóp að ná í sigur og hugsa um framhaldið sem er Albanía og vonandi verður það úrslitaleikur," sagði Aron Einar við Fótbolta.net.

Aron var í miðvarðarstöðunni með Herði Björgvini Magnússyni en þeir spiluðu óaðfinnanlega. Aron hefur ekki verið að spila þessa stöðu með landsliðinu en þekkir hana þó vel í Katar.

„Ég er alveg nokkuð vanur þessu. Ég er búinn að spila síðasta árið í Katar í miðvarðarstöðu. Búinn að fylla inn í þar útaf meiðslum og öðru. Líður mjög vel þar og þetta er svipað í miðverði og í sexunni, kannski aðeins öðruvísi hliðarhreyfingar sem ég er að venjast og á eftir að læra ýmislegt þar ef að ég í framhaldinu tek að mér þessa stöðu en fyrst og fremst ánægður að vera kominn til baka og getað hjálpað liðinu áfram og gefa af mér þá reynslu sem ég hef. Virkilega ánægður að vera kominn til baka og fá þá tilfinningu aftur."

Hann var ánægður með ungviðinn í hópnum og vill hann nú miðla reynslu sinni til leikmanna eins og eldri leikmenn gerðu þegar hann var að stíga sín fyrstu skref.

„Ég var í sama pakka á sínum tíma þegar ég kom inn í þetta fyrst og hafði gæja sem ég var að læra af eins og Eiður, Hemmi, Heiðar og Brynjar Björn. Það var mikilvægt fyrir mig þegar ég var að koma inn í þetta og vonandi er ég að skila því verkefni af mér til þessa hóps. Þetta eru ungir strákar sem eru að læra og það tekur tíma eins og hefur margoft komið fram. Þeir eru viljugir og hlusta og eru vinnusamir. Það sést greinilega og eins og sást í dag, það var gífurleg vinnusemi og ánægður hvernig leikurinn spilaðist."

Næst á dagskrá er leikur gegn Albaníu á þriðjudag en sigur gæti komið Íslandi í A-deildina.

„Við getum tekið margt jákvætt úr þessum leik þó það hafi ekki verið skemmtilegt að horfa á hann. Við vissum að við þyrftum að ná að halda þeim niðri og gerðum það vel. Heppnin var með okkur að fá víti og klárum þennan leik. Sigur er jákvæður fyrir þennan hóp og taka það inn í Albaníuleikinn og það verður vonandi úrslitaleikur og mikið undir og það verður enn skemmtilegra," sagði hann í lokin.
Athugasemdir