De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fös 22. september 2023 23:22
Ívan Guðjón Baldursson
Messi ekki búinn að taka ákvörðun varðandi næsta HM
Messi hefur farið gríðarlega vel af stað í MLS deildinni.
Messi hefur farið gríðarlega vel af stað í MLS deildinni.
Mynd: EPA

Lionel Messi er kominn aftur á fótboltavöllinn eftir smávægileg meiðsli sem hann varð fyrir í 1-0 sigri Argentínu gegn Ekvador í undankeppni fyrir HM 2026 í landsleikjahlénu.


Messi kom aftur á völlinn í 4-0 sigri Inter Miami gegn Toronto FC í nótt og svaraði spurningum að leikslokum, meðal annars um framtíð sína með argentínska landsliðinu.

Messi vann sinn fyrsta heimsmeistaratitil þegar Argentína hafði betur í úrslitaleik gegn Frakklandi í Katar í desember í fyrra. Hann er 36 ára gamall og verður því 39 ára þegar Argentína fær tækifæri til að verja titilinn sinn.

„Ég verð að taka eitt skref í einu á þessum tímapunkti ferilsins. Árin hafa liðið hjá og ég tek bara einn dag í einu," segir Messi. „Ég vil komast á næsta Copa America og svo verð ég að sjá til með framhaldið."

Copa America fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar og mun innihalda sex landslið frá Norður-Ameríku, auk þeirra tíu þjóða sem mynda suður-ameríska knattspyrnusambandið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner