Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 22. október 2019 09:34
Magnús Már Einarsson
Reiður Xhaka svarar Evra: Margir sem eru með kjaftæði
Granit Xhaka.
Granit Xhaka.
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal, hefur svarað ummælum sem Patrice Evra fyrrum varnarmaður Manchester United lét falla eftir 1-0 tap Arsenal gegn Sheffield United í gær.

„Arsenal kemur mér ekki á óvart. Ég var vanur að kalla leikmenn liðsins börnin mín fyrir tíu árum og þeir líta enn út eins og börn. Þetta er bara tilfinningin sem ég fæ þegar ég horfi á liðið. Leikmenn líta vel út en liðið lítur ekki út eins og lið sem getur unnið eitthvað," sagði Evra meðal annars í stúdíó hjá Sky eftir leikinn í gær.

Xhaka frétti af ummælunum og svaraði Evra í viðtali eftir leik. „Það eru margir sem tala of mikið. Ég heyrði að hann hefði talað eitthvað um okkur. Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann var frábær leikmaður en þú verður að passa þig hvað þú segir í þessari stöðu," sagði Xhaka.

„Þetta er ekki bara hann. Það er fullt af fólki sem talar eitthvað kjaftæði um okkur. Þetta er alltaf það sama. Þetta er skrýtið að mínu mati því þeir voru í sömu stöðu og við. Þeir voru áður leikmenn."

„Stundum spilum við vel og stundum ekki svo vel. Ef þú talar um hverja helgi eftir hvern leik eitthvað kjaftæði eins og þetta þá færðu ekki virðingu fyrir það sem þú segir."

Athugasemdir
banner