sun 22. nóvember 2020 17:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepe fékk að líta rauða spjaldið - Gríðarlega heimskulegt
Mynd: Getty Images
Arsenal er einum manni færri gegn Leeds þegar rúmar 20 mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Staðan er enn markalaus.

Það var Nicolas Pepe sem gerði sig sekan um mikil heimskupör er hann skallaði Ezgjan Alioski, leikmann Leeds.

Þetta minnti örlítið á það þegar Zinedine Zidane skallaði Marco Materazzi í úrslitaleik HM 2006 þó það sé auðvitað ekki jafnmikið undir í þessum leik og var þá, og Zidane skallaði Materazzi af miklu meiri krafti.

Alioski féll í jörðina og Anthony Taylor, dómari, fór í VAR-skjáinn. Hann skoðaði atvikið og gaf Pepe rauða spjaldið.

Stuðningsmenn Arsenal eru verulega pirraðir á samfélagsmiðlum, bæði út í Pepe og vegna frammistöðunnar sem hefur alls ekki verið góð í dag.




Athugasemdir
banner
banner
banner