Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 23. janúar 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þrennt sem gæti fært Ronaldo eina milljón punda
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Cristiano Ronaldo, stórstjarna Man Utd.
Mynd: EPA
Stórstjarnan Cristiano Ronaldo sneri aftur til Manchester United síðasta sumar.

Ronaldo skrifaði undir tveggja ára samning og fær ágætlega borgað. Samkvæmt enska götublaðinu Daily Star þá er Ronaldo með 475 þúsund pund í vikulaun.

Götublaðið segir einnig frá því að Ronaldo hafi samið við United um að fá 1 milljón punda í bónus í þremur tilfellum.

Blaðið heldur því fram að Ronaldo muni fá milljón pund ef hann hjálpar Man Utd að vinna Meistaradeildina. Það sama gerist ef hann vinnur Ballon d'Or verðlaunin eða ef hann er valinn leikmaður ársins hjá UEFA.

Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Ballon d’Or gullknöttinn og er með yfir 30 stóra titla á ferilskrá sinni. Þar á meðal eru fimm sigrar í Meistaradeild Evrópu.

Man Utd mætir Atletico Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og á ágætis möguleika þar. Liðið er sem stendur í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner