Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 23. febrúar 2024 21:40
Ívan Guðjón Baldursson
Slæmur dagur fyrir Íslendingaliðin
Mynd: Getty Images
Mynd: Willem II
Mynd: Lemos Media
Það komu nokkrir Íslendingar við sögu í leikjum dagsins í Evrópuboltanum, þar sem Íslendingalið Lyngby tapaði gegn Randers í efstu deild danska boltanum.

Þetta var annar tapleikur Lyngby í röð og er liðið í fallbaráttu, með 20 stig eftir 19 umferðir. Sævar Atli Magnússon, Kolbeinn Birgir Finnsson og Andri Lucas Guðjohnsen voru allir í byrjunarliðinu í 1-0 tapi.

Rúnar Þór Sigurgeirsson og félagar í Willem II töpuðu þá toppslagnum á heimavelli í B-deild hollenska boltans. Rúnar Þór átti ekki sérlega góðan leik en spilaði allan tímann í 2-3 tapi þar sem liðin skiptust á að taka forystuna.

Gestirnir í liði Roda komust yfir en Willem leiddi 2-1 í hálfleik, áður en gestirnir skoruðu tvö mörk í síðari hálfleik til að tryggja sér sigurinn. Willem er þó áfram á toppi deildarinnar, með fjögurra stiga forystu á Roda.

Í belgísku B-deildinni var Stefán Ingi Sigurðarson ónotaður varamaður er Patro Eisden vann mikilvægan sigur. Liðið er í þriðja sæti eftir þennan 3-0 sigur, þremur stigum á eftir toppliði Deinze.

Hólmbert Aron Friðjónsson var þá ekki í hóp er Holstein Kiel tapaði afar fjörugum leik á heimavelli gegn St. Pauli í toppbaráttu B-deildarinnar í Þýskalandi.

Gestirnir í liði St. Pauli leiddu 0-3 í hálfleik en lokatölur urðu 3-4 eftir skemmtilegan síðari hálfleik. Kiel er í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir St. Pauli.

Tvö efstu liðin komast upp í efstu deild og er Kiel fjórum stigum fyrir ofan Hamburger SV, sem á þó leik til góða.

Að lokum fóru æfingaleikir fram, þar sem Júlíus Magnússon var í byrjunarliði Fredrikstad í auðveldum sigri gegn HamKam. Brynjar Ingi Bjarnason var í byrjunarliði HamKam.

Íslendingalið Sogndal tapaði þá gegn Davíð Snæ Jóhannssyni og félögum í Álasundi, á meðan Kristianstad hafði betur gegn Asane.

Randers 1 - 0 Lyngby

Willem II 2 - 3 Roda

Patro Eisden 3 - 0 Lierse K.

Holstein Kiel 3 - 4 St. Pauli

HamKam 0 - 4 Fredrikstad

Sogndal 2 - 3 Aalesund

Kristiansund 3 - 1 Asane

Athugasemdir
banner
banner
banner