fös 23.apr 2021 11:45 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð |
|
Spá Fótbolta.net - 6. sæti: Stjarnan
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Stjarnan muni enda í 6. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Garðbæingar enda um miðja deild ef spáin rætist.
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Stjarnan 69 stig
7. Víkingur 57 stig
8. Fylkir 56 stig
9. HK 40 stig
10. Keflavík 28 stig
11. ÍA 23 stig
12. Leiknir 14 stig
Um liðið: Stjörnumenn geta að mörgu leyti verið sáttir við síðasta tímabil en liðið landaði Evrópusæti með þvi að enda í þriðja sætinu. Bæting frá árinu á undan þar sem ekki tókst að tryggja sér farseðilinn til Evrópu. Liðið var þétt, Stjörnumenn voru ekki að raða inn mörkunum en fengu fá mörk á sig.
Þjálfari - Rúnar Páll Sigmundsson: Rúnar hefur verið þjálfari Stjörnunnar síðan 2014, mikill stöðugleiki. Enn einu sinni eru þó hræringar í aðstoðarmálum Rúnars. Eftir að hafa haft Ólaf Jóhannesson sér við hlið í fyrra er annar reynslubolti núna mættur, Þorvaldur Örlygsson er aðstoðarmaður Rúnars. Þorvaldur hefur gert góða hluti sem þjálfari yngri landsliða Íslands undanfarin ár og kann vel að vinna með ungum leikmönnum.
Styrkleikar: Það er mikil reynsla í leikmannahópnum og í starfsliðinu. Hugmyndafræði Rúnars og Þorvaldar gæti virkað vel saman. Allir eru með rútínuna og hlutverkið á hreinu. Þegar Stjarnan finnur taktinn er liðið afar erfitt viðureignar. Í Garðabænum er líka efniviður til staðar og mögulegt að ungir leikmenn nái að stíga skrefið upp og spila stærri rullu. Eru með einn besta markvörð deildarinnar.
Veikleikar: Guðjón Baldvinsson er farinn en fyrir utan hann og Hilmar Árna Halldórsson skoraði enginn leikmaður Stjörnunnar meira en tvö mörk á síðasta tímabili. Vantar afgerandi markaskorara, eða geta Ólafur Karl Finsen og/eða Emil Atlason stigið upp? Stjörnuliðið má ekki við miklum skakkaföllum og Alex Þór Hauksson skilur eftir sig stórt skarð á miðsvæðinu sem Einar Karl Ingvarsson á að fylla.
Lykilmenn: Daníel Laxdal og Hilmar Árni Halldórsson. Daníel er tekinn við fyrirliðabandinu að nýju eftir að Alex fór út í atvinnumennskuna. Daníel hefur sýnt magnaðan stöðugleika í vörn Stjörnunnar um margra ára skeið. Hilmar Árni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Baneitraður í föstum leikatriðum og með mikla tækni og fótboltagreind. Leikmaður sem gerir gæfumuninn aftur og aftur.
Fantabrögð mæla með í Draumaliðsdeild Eyjabita:
Hilmar Árni. Nóg sagt.
Smelltu hér til að fara í Draumaliðsdeild Eyjabita
Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með:
Óli Valur Ómarsson er ungur kantmaður fæddur 2003 sem er uppalinn hjá bróðurfélagi Stjörnunnar, Áfltanesi. Óli Valur steig sín fyrstu skref hjá Stjörnunni þegar hann kom inn á gegn ÍBV í lokaleik Pepsi-Max deildarinnar 2019 þá aðeins 16 ára gamall. Hann lék 7 leiki með Stjörnunni síðasta sumar og náði að leggja upp eitt mark. Óli Valur spilaði sex leiki í Lengjubikarnum í vetur og spilaði að meðaltali 60 mínútur í þeim leikjum. Stjarnan er alltaf reglulega að skila inn uppöldnum strákum inn í meistaraflokkinn og það er ekki spurning að Óli muni spila slatta hjá Garðbæingum í sumar.
Spurningarnar: Hvernig lukkast endurkoma Ólafs Karls Finsen í Garðabæinn? Munu ungir leikmenn skapa sér nafn? Er Stjarnan með gæðin til að komast ofar en spár gera ráð fyrir? Hvernig verða útlendingarnir tveir?
Völlurinn: Samsung völlurinn. Það er yfirleitt betra að klæða sig aðeins betur áður en farið er í stúkuna í Garðabænum, 'frystikistuna', því sólin hefur sennilega aldrei skinið í stúkuna.
Þjálfarinn segir - Rúnar Páll Sigmundsson
„Þetta er ekki óvænt spá. Er þetta ekki alltaf sama bíóið hjá ykkur snillingunum? Okkur er alltaf spáð 5. - 6. sæti í þessu ef mig minnir rétt. Markmið okkar er alltaf það sama, það er að berjast um þessa titla. Það er ekki flóknara en það. Það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég byrjaði hjá Stjörnunni. Það hefur ekkert breyst þó ykkar spá sé eitthvað skrítin. Við erum með frábæran hóp og frábært lið. Það skiptir máli að byrja þetta mót vel eftir þetta stopp sem hefur verið núna, koma okkur inn í þetta. Við erum með gott lið, góðan hóp, góða umgjörð og það er vel hugsað um okkur. Þetta er alltaf jafn spennandi tími, þegar mótið er að byrja."
Komnir
Arnar Darri Pétursson frá Fylki
Einar Karl Ingvarsson frá Val
Magnus Anbo frá AGF á láni
Oscar Borg frá Englandi
Ólafur Karl Finsen frá FH
Farnir
Alex Þór Hauksson í Öster
Guðjón Baldvinsson í KR
Guðjón Pétur Lýðsson í Breiðablik (Var á láni)
Jóhann Laxdal hættur
Jósef Kristinn Jósefsson hættur
Vignir Jóhannesson hættur
Þorri Geir Rúnarsson í KFG
Ævar Ingi Jóhannesson hættur
Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar:
1. maí Stjarnan - Leiknir
9. maí Keflavík - Stjarnan
13. maí Stjarnan - Víkingur
17. maí ÍA - Stjarnan
21. maí Breiðablik - Stjarnan
Sjá einnig:
Hin hliðin - Óli Valur Ómarsson
Hin hliðin - Ísak Andri Sigurgeirsson
Leikmenn Stjörnunnar:
1 - Haraldur Björnsson (m)
2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
3 - Oscar Borg
4 - Óli Valur Ómarsson
5 - Kári Pétursson
6 - Magnus Anbo
7 - Einar Karl Ingvarsson
8 - Halldór Orri Björnsson
9 - Daníel Laxdal
10 - Hilmar Árni Halldórsson
11 - Þorsteinn Már Ragnarsson
12 - Heiðar Ægisson
13 - Arnar Darri Pétursson (m)
15 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
17 - Ólafur Karl Finsen
18 - Sölvi Snær Guðbjargarson
20 - Eyjólfur Héðinsson
21 - Elís Rafn Björnsson
22 - Emil Atlason
24 - Björn Berg Bryde
27 - Ísak Andri Sigurgeirsson
28 - Gunnar Orri Aðalsteinsson
29 - Adolf Daði Birgisson
32 - Tristan Freyr Ingólfsson
33 - Viktor Reynir Oddgeirsson
35 - Guðmundur Baldvin Nökkvason
77 - Kristófer Konráðsson
31 - Henrik Máni Hilmarsson
30 - Eggert Guðmundsson
34 - Sigurbergur Áki Jörundsson
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. Stjarnan 69 stig
7. Víkingur 57 stig
8. Fylkir 56 stig
9. HK 40 stig
10. Keflavík 28 stig
11. ÍA 23 stig
12. Leiknir 14 stig
Um liðið: Stjörnumenn geta að mörgu leyti verið sáttir við síðasta tímabil en liðið landaði Evrópusæti með þvi að enda í þriðja sætinu. Bæting frá árinu á undan þar sem ekki tókst að tryggja sér farseðilinn til Evrópu. Liðið var þétt, Stjörnumenn voru ekki að raða inn mörkunum en fengu fá mörk á sig.
Þjálfari - Rúnar Páll Sigmundsson: Rúnar hefur verið þjálfari Stjörnunnar síðan 2014, mikill stöðugleiki. Enn einu sinni eru þó hræringar í aðstoðarmálum Rúnars. Eftir að hafa haft Ólaf Jóhannesson sér við hlið í fyrra er annar reynslubolti núna mættur, Þorvaldur Örlygsson er aðstoðarmaður Rúnars. Þorvaldur hefur gert góða hluti sem þjálfari yngri landsliða Íslands undanfarin ár og kann vel að vinna með ungum leikmönnum.
Styrkleikar: Það er mikil reynsla í leikmannahópnum og í starfsliðinu. Hugmyndafræði Rúnars og Þorvaldar gæti virkað vel saman. Allir eru með rútínuna og hlutverkið á hreinu. Þegar Stjarnan finnur taktinn er liðið afar erfitt viðureignar. Í Garðabænum er líka efniviður til staðar og mögulegt að ungir leikmenn nái að stíga skrefið upp og spila stærri rullu. Eru með einn besta markvörð deildarinnar.
Veikleikar: Guðjón Baldvinsson er farinn en fyrir utan hann og Hilmar Árna Halldórsson skoraði enginn leikmaður Stjörnunnar meira en tvö mörk á síðasta tímabili. Vantar afgerandi markaskorara, eða geta Ólafur Karl Finsen og/eða Emil Atlason stigið upp? Stjörnuliðið má ekki við miklum skakkaföllum og Alex Þór Hauksson skilur eftir sig stórt skarð á miðsvæðinu sem Einar Karl Ingvarsson á að fylla.
Lykilmenn: Daníel Laxdal og Hilmar Árni Halldórsson. Daníel er tekinn við fyrirliðabandinu að nýju eftir að Alex fór út í atvinnumennskuna. Daníel hefur sýnt magnaðan stöðugleika í vörn Stjörnunnar um margra ára skeið. Hilmar Árni er einn allra besti leikmaður deildarinnar. Baneitraður í föstum leikatriðum og með mikla tækni og fótboltagreind. Leikmaður sem gerir gæfumuninn aftur og aftur.
Fantabrögð mæla með í Draumaliðsdeild Eyjabita:
Hilmar Árni. Nóg sagt.
Smelltu hér til að fara í Draumaliðsdeild Eyjabita
Hlaðvarpsþátturinn Ungstirnin mælir með:
Óli Valur Ómarsson er ungur kantmaður fæddur 2003 sem er uppalinn hjá bróðurfélagi Stjörnunnar, Áfltanesi. Óli Valur steig sín fyrstu skref hjá Stjörnunni þegar hann kom inn á gegn ÍBV í lokaleik Pepsi-Max deildarinnar 2019 þá aðeins 16 ára gamall. Hann lék 7 leiki með Stjörnunni síðasta sumar og náði að leggja upp eitt mark. Óli Valur spilaði sex leiki í Lengjubikarnum í vetur og spilaði að meðaltali 60 mínútur í þeim leikjum. Stjarnan er alltaf reglulega að skila inn uppöldnum strákum inn í meistaraflokkinn og það er ekki spurning að Óli muni spila slatta hjá Garðbæingum í sumar.
Spurningarnar: Hvernig lukkast endurkoma Ólafs Karls Finsen í Garðabæinn? Munu ungir leikmenn skapa sér nafn? Er Stjarnan með gæðin til að komast ofar en spár gera ráð fyrir? Hvernig verða útlendingarnir tveir?
Völlurinn: Samsung völlurinn. Það er yfirleitt betra að klæða sig aðeins betur áður en farið er í stúkuna í Garðabænum, 'frystikistuna', því sólin hefur sennilega aldrei skinið í stúkuna.
„Alltaf verið markmiðið að berjast um titla síðan ég byrjaði hjá Stjörnunni"
Þjálfarinn segir - Rúnar Páll Sigmundsson
„Þetta er ekki óvænt spá. Er þetta ekki alltaf sama bíóið hjá ykkur snillingunum? Okkur er alltaf spáð 5. - 6. sæti í þessu ef mig minnir rétt. Markmið okkar er alltaf það sama, það er að berjast um þessa titla. Það er ekki flóknara en það. Það hefur alltaf verið markmiðið síðan ég byrjaði hjá Stjörnunni. Það hefur ekkert breyst þó ykkar spá sé eitthvað skrítin. Við erum með frábæran hóp og frábært lið. Það skiptir máli að byrja þetta mót vel eftir þetta stopp sem hefur verið núna, koma okkur inn í þetta. Við erum með gott lið, góðan hóp, góða umgjörð og það er vel hugsað um okkur. Þetta er alltaf jafn spennandi tími, þegar mótið er að byrja."
Komnir
Arnar Darri Pétursson frá Fylki
Einar Karl Ingvarsson frá Val
Magnus Anbo frá AGF á láni
Oscar Borg frá Englandi
Ólafur Karl Finsen frá FH
Farnir
Alex Þór Hauksson í Öster
Guðjón Baldvinsson í KR
Guðjón Pétur Lýðsson í Breiðablik (Var á láni)
Jóhann Laxdal hættur
Jósef Kristinn Jósefsson hættur
Vignir Jóhannesson hættur
Þorri Geir Rúnarsson í KFG
Ævar Ingi Jóhannesson hættur
Fyrstu fimm leikir Stjörnunnar:
1. maí Stjarnan - Leiknir
9. maí Keflavík - Stjarnan
13. maí Stjarnan - Víkingur
17. maí ÍA - Stjarnan
21. maí Breiðablik - Stjarnan
Sjá einnig:
Hin hliðin - Óli Valur Ómarsson
Hin hliðin - Ísak Andri Sigurgeirsson
Leikmenn Stjörnunnar:
1 - Haraldur Björnsson (m)
2 - Brynjar Gauti Guðjónsson
3 - Oscar Borg
4 - Óli Valur Ómarsson
5 - Kári Pétursson
6 - Magnus Anbo
7 - Einar Karl Ingvarsson
8 - Halldór Orri Björnsson
9 - Daníel Laxdal
10 - Hilmar Árni Halldórsson
11 - Þorsteinn Már Ragnarsson
12 - Heiðar Ægisson
13 - Arnar Darri Pétursson (m)
15 - Þórarinn Ingi Valdimarsson
17 - Ólafur Karl Finsen
18 - Sölvi Snær Guðbjargarson
20 - Eyjólfur Héðinsson
21 - Elís Rafn Björnsson
22 - Emil Atlason
24 - Björn Berg Bryde
27 - Ísak Andri Sigurgeirsson
28 - Gunnar Orri Aðalsteinsson
29 - Adolf Daði Birgisson
32 - Tristan Freyr Ingólfsson
33 - Viktor Reynir Oddgeirsson
35 - Guðmundur Baldvin Nökkvason
77 - Kristófer Konráðsson
31 - Henrik Máni Hilmarsson
30 - Eggert Guðmundsson
34 - Sigurbergur Áki Jörundsson
Spámennirnir: Arnar Daði Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Birgsson, Hafliði Breiðfjörð, Ingólfur Sigurðsson, Magnús Már Einarsson, Sverrir Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson
Athugasemdir