Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 23. júní 2021 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lið 7. umferðar: Græjaði sig í liðið á tæpum hálftíma
Fyrsti leikur Jasmínar í sumar og fer hún beint í úrvalsliðið.
Fyrsti leikur Jasmínar í sumar og fer hún beint í úrvalsliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sæunn er í liðinu.
Sæunn er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karitas er í liðinu.
Karitas er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sjöundu umferð í Pepsi Max-deild kvenna lauk á mánudag með fjórum leikjum. Fyrsti leikur umferðarinnar var nýliðaslagur sem fram fór á laugardag.

Það er kominn tími til að velja lið umferðarinnar. Keflavík vann nýliðaslaginn á laugardag 1-0. Kristrún Ýr Holm er í annað sinn í röð í liði umferðarinnar en hún skoraði sigurmark leiksins. Natasha Anasi er sömuleiðis aftur í liðinu eftir frábæra frammistöðu. Amber Kristin Michel var best í leiknum og ver mark úrvalsliðsins. Hún er í annað sinn í sumar í liði umferðarinnnar.

Arna Sif Ásgrímsdóttir var valin best á Origo vellinum þegar Þór/KA gerði jafntefli gegn Val. Arna, sem er fyrirliði Þór/KA, átti mjög góðan leik og er í annað sinn í liði umferðarinnar í sumar.



Breiðablik vann toppslaginn gegn Selfossi og eru þrjár í liðinu. Þá er Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari Breiðabliks, þjálfari umferðarinnar í annað sinn. Heiðdís Lillýardóttir var mjög öflug í vörninni, Karitas Tómasdóttir skoraði og vann sér sæti í úrvalsliðinu og Agla María Albertsdóttir bæði skoraði og lagði upp. Agla María var valin best á vellinum.

Stjarnan vann 3-0 heimasigur á ÍBV og eru tvær úr Stjörnunni í liðinu. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum og átti mjög góðan leik. Þá er Jasmín Erla Ingadóttir í liðinu. Hún kom inn á eftir ríflega klukkutíma leik og lagði upp tvö mörk.

Loks eru tvær úr liði Fylkis í liðinu. Fylkir vann 2-4 útisigur gegn Þrótti og skoraði Bryndís Arna Níelsdóttir skoraði sín fyrstu tvö mörk í sumar og krækti í sæti í úrvalsliðinu. Sæunn Björnsdóttir endurtók svo leikinn frá því gegn Tindastóli og lagði aftur upp tvö mörk.

Fyrri lið umferðarinnar:
1. umferð
2. umferð
3. umferð
4. umferð
5. umferð
6. umferð
Athugasemdir
banner
banner
banner