Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
banner
   lau 23. júlí 2022 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Ef Haaland dettur ekki úr rúminu og brotnar mun hann spila"
Erling Haaland kom ekkert við sögu í fyrsta leik Manchester City á undirbúningstímabilinu gegn Club America. Þessi 22 ára gamli framherji gekk til liðs við félagið frá Dortmund í sumar.

City tekur á móti Bayern Munchen í kvöld en Pep Guardiola stjóri enska liðsins segir að af öllu óbreyttu mun Haaland spila í kvöld.

„Ef það er ekkert að honum á æfingu í dag og hann dettur ekki úr rúminu og ökklabrotnar mun hann spila," sagði Guardiola.

Guardiola er ánægður með andann í hópnum en hann segist hafa misst góða leikmenn bæði innan sem utanvallar í Gabriel Jesus, Oleksandr Zinchenko og Raheem Sterling en Jesus og Zinchenko fóru til Arsenal og Sterling til Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner