Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. ágúst 2019 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
Inkasso: Sölvi hetja Seltirninga
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta 3 - 1 Fram
1-0 Arnar Þór Helgason ('24)
1-0 Óliver Dagur Thorlacius ('37, misnotað víti)
2-0 Sölvi Björnsson ('67)
2-1 Fred Saraiva ('79, víti)
3-1 Sölvi Björnsson ('81)

Grótta er komið í annað sæti Inkasso-deildarinnar eftir góðan sigur á Fram í kvöld. Grótta er einu stigi eftir toppliði Fjölnis sem tapaði í Ólafsvík í dag og er aðeins búinn að fá þrjú stig úr síðustu fjórum deildarleikjum.

Gróttuliðið er ungt og spennandi og skoraði Arnar Þór Helgason fyrsta mark leiksins eftir hornspyrnu. Hann skallaði knöttinn þó ekki inn þrátt fyrir sína miklu hæð.

Seltirningar voru betri í fyrri hálfleik og hefðu komist í 2-0 undir lok hálfleiksins. Óliver Dagur Thorlacius skaut þá rétt framhjá úr vítaspyrnu og staðan 1-0 í leikhlé.

Framarar mættu sterkari eftir leikhléð en Sölvi Björnsson tvöfaldaði forystu Gróttu á 67. mínútu, gegn gangi leiksins. Hann fylgdi þá skoti Kristófers Orra Péturssonar eftir með marki.

Þegar tíu mínútur voru eftir fengu gestirnir afar umdeilda vítaspyrnu sem Fred Saraiva skoraði úr. Leikurinn var þó aðeins opinn í tvær mínútur.

Sölvi var þá aftur á ferðinni og innsiglaði sigur Gróttu með þriðja markinu. Lokatölur 3-1 og Grótta í öðru sæti, með tveggja stiga forystu á Þór sem á leik til góða.

Fram hefði getað reynt að blanda sér í toppbaráttuna með sigri en liðið situr þess í stað eftir með 26 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner