Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
banner
   lau 23. september 2017 16:42
Arnar Helgi Magnússon
Gunni Borg: Tímabilið búið að vera stöngin út
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Borgþórsson þjálfari Selfyssinga var létt eftir 2-1 sigur á Haukum í Inkasso-deildinni í dag. Sigurmark Selfyssinga kom á lokamínútu venjulegs leiktíma. Markið er umdeilt en Stefán Gíslason þjálfari Hauka segir að þetta hafi verið glórulaust.

En hvað fannst Gunnari?

Lestu um leikinn: Selfoss 2 -  1 Haukar

„Nei, og örugglega ekki allavega eitt af þessum tvem sem voru dæmd af okkur í dag."

„Við fáum mjög mikið af góðum færum en það var aðeins bras á okkur í fyrri hálfleik fannst mér. Við vorum of langt frá mönnum og vorum ekki alveg að fara eftir leikskipulaginu. Við töluðum saman í hálfleik og mönnum langaði mjög mikið að vinna í dag. Það voru allir að leggja sig fram, bekkur, staff og allir sem mættu hingað á svæðið. Leikurinn var bara flottur."

Selfyssingar töpuðu illa í síðasta leik en Gunnar var ánægður að sjá hvernig menn komu til baka.

„Já, við höfum rætt það áður að það er mikill karakter í liðinu og þegar það er svona lítið í húfi og annað heldur og hjartað fyrir klúbbnum sínum að menn sýni það í verki. Það er ómetanlegt."

En hvernig fannst Gunnari sumarið ganga?

„Við erum aðeins undir pari stigalega. Markmiðin voru mörg, bæði lítil og stór. Eitt af markmiðunum var að vera fyrir ofan eða í kringum miðju, að ná að safna 33 stigum. Við erum að vinna fleiri leiki heldur en í fyrra og við erum ekki að gera jafnmörg jafntefli. Tímabilið heilt yfir er búið að vera stöngin út."

Gunnar gerir ráð fyrir því að halda áfram með liðið næsta tímabil.

„Já, ég reikna fastlega með því."
Athugasemdir
banner