Brynjar Björn Gunnarsson verður áfram þjálfari HK ef marka má hans eigin orð. Brynjar hefur verið orðaður við Stjörnuna og Gróttu að undanförnu en hann á tvö ár eftir af samningi hjá HK.
Fótbolti.net ræddi við Brynjar í dag og spurði út í hans framtíð.
Fótbolti.net ræddi við Brynjar í dag og spurði út í hans framtíð.
„Já, ég verð áfram hjá HK. Ég á tvö ár eftir af mínum samningi og annað hefur ekki verið rætt," sagði Brynjar.
„Við einbeitum okkur að því að klára deildina og vonandi tryggja sæti okkar í deildinni. Ég vinn út frá því að ég á tvö ára eftir af samningi og hef ekki leitt hugann að því hvað gerist eftir laugardaginn," sagði Brynjar.
Nánar var rætt við Brynjar um leikinn gegn Breiðabliki á laugardag.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir