Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   fös 23. september 2022 19:00
Arnar Laufdal Arnarsson
Ísak Snær: Viðræður við Rosenborg komnar mjög langt
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Snær leikmaður Breiðabliks og íslenska U-21 landsliðsins var til viðtals hjá Fótbolta.net eftir gríðarlega svekkjandi 1-2 tap gegn Tékklandi í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á EM U21 árs.

"Við leyfðum þeim ekkert að skapa neitt mikið og mér fannst þetta bara nokkuð jafn leikur, pirrandi mörk sem við fáum á okkur og mér finnst við eiga geta gert betur fram á við, vorum svolítið að fara hátt og langt sem er kannski ekki okkar leikur, þegar við spilum boltanum þá getum við búið til alvöru tækifæri"

Lestu um leikinn: Ísland U21 1 -  2 Tékkland U21

Ísak er búinn að vera vanur því í sumar að vera mikið í boltanum og í takt við leikinn en það var ekki það sama upp á teningnum í kvöld, sammála því?

"Jájá það er alveg rétt, af einhverri ástæðu var orkan bara farin úr mér þarna á tímabili í leiknum. Ég er búinn að vera borða lítið síðustu daga af ýmsum ástæðum og ég viðurkenni það bara að orkan var bara farin"

Norskir fjölmiðlar herma að Ísak Snær sé að ganga til liðs við Rosenborg, getur hann tekið undir það?

"Ég veit að viðræðurnar við Rosenborg eru komnar mjög langt, en eins og staðan er núna þá er ég ekkert að pæla í því, tímabilið er ennþá í gangi með Breiðablik og ég er bara að einbeita mér að klára það"

Hefur hann áhuga á að ganga til liðs við Rosenborg og sameina krafta sína með Kristali Mána Ingasyni?

"Já það væri alveg gaman, Kristall er geggjaður leikmaður og það væri held ég bara mjög gaman af við fengum að spila saman"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner