Bruno Guimaraes miðjumaður Newcastle gekk til liðs við félagið árið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning. Hann hefur náð munnlegu samkomulagi við félagið um framlengingu á samningnum.
Guimaraes hefur verið í viðræðum við Newcastle um nokkurt skeið en Fabrizio Romano greinir frá því að samningar séu í höfn. Hann mun skrifa undir samning sem gildir til ársins 2028.
Hann gekk til liðs við enska félagið frá franska félaginu Lyon fyrir 36 milljónir punda í janúar 2022 en Romano segir að 100 milljón punda söluákvæði sé í nýja samningnum.
Þessi 25 ára gamli brasilíski miðjumaður hefur leikið 60 leiki fyrir Newcastle og skorað tíu mörk.
Athugasemdir