Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
banner
   lau 23. september 2023 13:43
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Guimaraes að skrifa undir nýjan samning með söluákvæði

Bruno Guimaraes miðjumaður Newcastle gekk til liðs við félagið árið 2022 og skrifaði undir fjögurra ára samning. Hann hefur náð munnlegu samkomulagi við félagið um framlengingu á samningnum.


Guimaraes hefur verið í viðræðum við Newcastle um nokkurt skeið en Fabrizio Romano greinir frá því að samningar séu í höfn. Hann mun skrifa undir samning sem gildir til ársins 2028.

Hann gekk til liðs við enska félagið frá franska félaginu Lyon fyrir 36 milljónir punda í janúar 2022 en Romano segir að 100 milljón punda söluákvæði sé í nýja samningnum.

Þessi 25 ára gamli brasilíski miðjumaður hefur leikið 60 leiki fyrir Newcastle og skorað tíu mörk.


Athugasemdir