De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 23. september 2023 20:00
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Lewandowski fór fyrir ótrúlegri endurkomu Börsunga
Mynd: EPA
Barcelona er á toppnum í La Liga eftir ótrúlega endurkomu liðsins í 3-2 sigrinum á Celta Vigo í kvöld.

Vigo-menn komust tveimur mörkum yfir í leiknum, þökk sé Jorgen Strand Larsen Anastasios Douvikas.

Síðara markið kom þegar stundarfjórðungur var eftir og allt útlit fyrir það að Barcelona væri að fara tapa fyrsta deildarleik sínum á tímabilinu.

Robert Lewandowski var á öðru máli. Hann skoraði tvö á fjórum mínútum áður en portúgalski hægri bakvörðurinn Joao Cancelo gerði sigurmarkið á 89. mínútu. Cancelo lagði einnig upp annað markið fyrir Lewandowski og landi hans, Joao Felix, lagði upp fyrsta markið, en þeir tveir komu á láni frá Atlético Madríd og Manchester City, undir lok gluggans.

Barcelona er því á toppnum með 16 stig eftir fyrstu sex leiki deildarinnar.

Osasuna og Sevilla gerðu markalaust jafntefli í Pamplona. Osasuna er í 8. sæti með 7 stig en Sevilla í 16. sæti með 4 stig.

Osasuna 0 - 0 Sevilla

Barcelona 3 - 2 Celta
0-1 Jorgen Strand Larsen ('19 )
0-2 Anastasios Douvikas ('76 )
1-2 Robert Lewandowski ('81 )
2-2 Robert Lewandowski ('85 )
3-2 Joao Cancelo ('89 )
Athugasemdir
banner
banner
banner