Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
   þri 23. nóvember 2021 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Mandzukic nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins
Mario Mandzukic er nýr aðstoðarþjálfari króatíska landsliðsins en ráðningin var staðfest í gær.

Mandzukic lagði skóna á hilluna í september eftir farsælan feril með liðum á borð við Bayern München, Atlético Madríd, Juventus og Milan.

Hann spilaði 89 landsleiki og skoraði 33 mörk fyrir Króatíu en hann er nú mættur á hliðarlínuna.

Hann verður aðstoðarmaður Zlatko Dalic en króatíska liðið en það mun spila á HM í Katar á næsta ári eftir að hafa unnið sinn riðil í undankeppninni.
Athugasemdir