Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mið 23. nóvember 2022 14:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vanda: KSÍ mun endurskoða stuðning sinn við Infantino
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gianni Infantino.
Gianni Infantino.
Mynd: Getty Images
KSÍ sendi inn stuðningsbréf við Gianni Infantino, forseti FIFA, á dögunum en í ljósi atburða síðustu daga mun sambandið endurskoða það.

Frá þessu segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við Fótbolta.net.

Fyrr í dag var sagt frá því að danska fótboltasambandið væri að íhuga að segja sig úr Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, vegna þeirrar þöggunar sem þar er í gangi, og þeirra vinnubragða sem þar eru við lýði.

Danir ætla ekki að styðja við Infantino til áframhaldandi veru sem forseta FIFA, en hann hefur gegnt því starfi frá 2016. Danir sögðu jafnframt að 207 af 211 samböndum um heiminn allan styðja hann til endurkjörs en hann er sá eini sem er að bjóða sig fram.

„Við hjá KSÍ sendum inn stuðningsbréf. Rökin á bak við það eru að ef horft er til lengri tíma þá hefur Infantino komið ýmsu góðu í verk. Hinsvegar í ljósi síðustu daga og þeirra vonbrigða sem við urðum fyrir með Infantino og FIFA munum við endurskoða þessa ákvörðun. Umræða um það mun fara fram á næsta reglubundna stjórnarfundi í desember. Við höfum einnig komið vonbrigðum okkar skýrt á framfæri við fulltrúa FIFA," segir Vanda.

Mun KSÍ taka þátt í samræðum við Dani um að ganga út úr FIFA?

„Norðurlöndin vinna náið saman og ef Danir bjóða til umræðna, hverjar svo sem þær umræður eru, þá munum við að sjálfsögðu taka þátt og hlusta á þeirra sjónarmið," segir hún jafnframt.

HM fer núna fram í Katar. Mikið hefur verið fjallað um mannréttindabrot þar í landi og þann mikla fjölda verkamanna sem hafa látið lífið við að byggja leikvanga og önnur mannvirki fyrir mótið. Samkynhneigð er þá bönnuð í Katar og tóku stjórnvöld þar í landi ekki vel í sérstök 'OneLove' fyrirliðabönd sem eru í regnbogalitum. Því ákvað FIFA að banna þau. Infantino hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir meðvirkni sína í garð Katar.

HM í Katar átti að vera fyrir alla, það áttu allir að vera velkomnir, en svo hefur ekki verið.

Sjá einnig:
Forseti FIFA kemur Katar til varnar - „Á erfitt með að skilja þessa gagnrýni"
Neville: Infantino er hrikalegt andlit fyrir fótboltann
Athugasemdir
banner
banner
banner