mán 21. nóvember 2022 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Neville: Infantino er hrikalegt andlit fyrir fótboltann
Mynd: Getty Images
Infantino er ekki sá vinsælasti meðal fótboltaáhugamanna. Knattspyrnusamböndin virðast þó standa með honum.
Infantino er ekki sá vinsælasti meðal fótboltaáhugamanna. Knattspyrnusamböndin virðast þó standa með honum.
Mynd: Getty Images

Gary Neville, fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, gagnrýndi Gianni Infantino forseta FIFA harðlega eftir langa ræðu hans á fréttamannafundi á laugardaginn, degi fyrir opnunarleik heimsmeistaramótsins í Katar.


Infantino hefur legið undir harðri gagnrýni fyrir ræðuna þar sem hann sagði meðal annars að 'í dag liði honum samkynhneigðum, í dag liði honum eins og farandverkamanni' þegar hann var spurður út í þá staðreynd að HM sé haldið í landi sem brýtur á réttindum verkamanna og samkynhneigðra.

„Ég ferðaðist út um allan heim með Manchester United og ég hef engar efasemdir um mikilvægi þess að dreifa fótbolta til allra heimshorna. Vandamálið er að hann (Infantino) er hrikalegt andlit fyrir fótboltann. Sumt af þessu sem hann sagði er algjörlega óviðeigandi, sérstaklega fyrir mann í hans stöðu. Þetta er maður sem á að sameina fólk, hann er fulltrúi heimsfótboltans en í gær virtist hann bara vera fulltrúi tveggja landa," sagði Neville og átti þar við Katar og Sádí-Arabíu, sem er talið líklegasta landið til að hýsa HM 2030.

„Sumt af því sem hann sagði er skandall. 'Ég er farandverkamaður, ég er fatlaður'. Þetta er fyrir neðan allar hellur. Að mínu mati ætti hann aldrei að nota þessar setningar. Mér finnst FIFA virka sem ömurleg kynning fyrir fótbolta, þetta er stofnun sem þarf að hreinsa til hjá sér.

„Ástandið þarna hefur verið slæmt í langan tíma og mér lýst ekki vel á að Infantino sé búinn að tryggja sér forsetastólinn næstu fjögur árin. Þessi stofnun virðist aldrei getað öðlast sjálfstæði. Hann er búinn að kjósa sjálfan sig aftur í forsetastólinn og mér finnst eins og hann sé versta andlitið til að vera fulltrúi Miðausturlandanna, Araba, múslima og HM í Katar."

Infantino settist í forsetastólinn 2016 þegar hann var kosinn til að taka við af Sepp Blatter og er búinn að ná tveimur endurkjörum án samkeppni. Hann verður forseti FIFA þar til eftir HM 2026 í Norður-Ameríku hið minnsta.


Athugasemdir
banner
banner
banner