Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
banner
   mán 21. nóvember 2022 16:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þú þarft að skipta um bol, þetta er ekki leyfilegt"
Það virðast ekki allir vera velkomnir á HM.
Það virðast ekki allir vera velkomnir á HM.
Mynd: Getty Images
Skipuleggjendur HM í Katar hafa ítrekað haldið því fram að öllum stuðningsfólki sé boðið á mótið og það verði öruggt á meðan mótinu stendur.

En það virðist ekki vera þannig.

Í Katar er samband einstaklinga af sama kyni bannað og einnig er fræðsla um samkynhneigð skilgreind sem glæpur.

FIFA byrjaði daginn á því að banna sérstök 'OneLove' fyrirliðabönd sem átti að nota til að mótmæla hvers kyns mismunun. Stjórnvöldum í Katar leist ekki vel á þessi bönd og ákvað FIFA því að banna þau.

Núna hefur fréttamaðurinn Grant Wahl svo sagt frá því að hann hafi fengið þau skilaboð að hann mætti ekki fara inn á leikvanginn fyrir leik Bandaríkjanna og Wales. Ástæðan sem honum var gefin var sú að hann var í bol með regnbogalitunum á.

„Þú þarft að skipta um bol. Þetta er ekki leyfilegt," var honum tjáð.

HM fyrir alla? Svo virðist ekki vera.

Sjá einnig:
Neville: Infantino er hrikalegt andlit fyrir fótboltann


Athugasemdir
banner
banner