Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. febrúar 2021 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Evrópudeildin: Tottenham mjög sannfærandi áfram
Bale fagnaði marki sínu ásamt Ben Davies.
Bale fagnaði marki sínu ásamt Ben Davies.
Mynd: Getty Images
Tottenham 4 - 0 Wolfsberger AC (samanlagt: 8-1)
1-0 Dele Alli ('10 )
2-0 Carlos Vinicius ('50 )
3-0 Gareth Bale ('73 )
4-0 Carlos Vinicius ('83)

Tottenham varð í kvöld fyrsta liðið til að tryggja sig inn í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir frekar auðvelt einvígi við Wolfsberger frá Austurríki.

Tottenham leiddi 4-1 eftir fyrri leikinn og í kvöld mættust liðin í London.

Jose Mourinho breytti liði sínu nokkuð og byrjaði til að mynda með Dele Alli. Sá hefur ekki verið í stóru hlutverki undir stjórn Mourinho, en hann skoraði fyrsta mark leiksins í kvöld með hjólhestaspyrnu. Glæsilegt mark.

Staðan var 1-0 í hálfleik en í byrjun seinni hálfleiksins skoraði Brasilíumaðurinn Carlos Vinicius annað mark Spurs. Gareth Bale, sem byrjaði á bekknum, skoraði síðan þriðja markið eftir að hafa komið inn á sem varamaður eftir undirbúning frá Alli.

Vinicius gerði síðan fjórða markið áður en flautað var af og lokatölur 4-0. Tottenham vinnur einvígið samanlagt 8-1.

Mjög sanngjarn sigur og er Tottenham komið áfram í 16-liða úrslitin. Á morgun klárast 32-liða úrslitin í þessari keppni.
Athugasemdir
banner
banner